Ekki hægt að hafna einkaspítala vegna áhrifa á heilbrigðiskerfið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2016 20:20 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samkomulag um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu fyrir einkasjúkrahús sem á að rísa við Sólvelli í Mosfellsbæ. Sjúkrahúsið er ætlað fyrir útlendinga en Íslendingar munu geta leitað lækninga ef þeir greiða fyrir það sjálfir. Áætlað er að framkvæmdin verði álíka dýr og nýr Landspítali. Þeir sem standa að framkvæmdunum hafa sagt að sótt verði um leyfi fyrir starfseminni þegar framkvæmdum er lokið en vonast er eftir að það verði eftir þrjú ár. Geta stjórnvöld stöðvað framkvæmdina? Forsvarsmenn framkvæmdanna fullyrða að búið sé að fjármagna bygginguna og nú þegar lóð hefur verið úthlutað við Sólvelli í Mosfellsbæ. Framkvæmdin hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af meðal annars þingmönnum og forsvarsmönnum í heilbrigðiskerfinu og því vaknar spurningin – geta stjórnvöld með einhverjum hætti komið í veg fyrir að sjúkrahúsið taki til starfa, ef vilji er til þess? Í 26. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 kemur meðal annars fram að þeir sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu skuli tilkynna fyrirhugaðan rekstur til landlæknis. Þá kemur fram að landlæknir staðfesti hvort fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði heilbrigðislöggjafar. Hverjar eru þessar kröfur? „Þá er fyrst og fremst litið til húsnæðis, til tækja og til starfsmanna. Það er að segja að menn hafi nægilega menntun og sérfræðiviðurkenningu hér á Íslandi,” segir Þórólfur Guðnason, settur landlæknir. Þá eru kröfur varðandi sóttvarnir, færslur í sjúkraskrár og fleira. Fullnægi umsóknaraðili þessum kröfum er umsókn samþykkt. Ekki sé því heimilt að hafna umsókn til að mynda á þeim grundvelli að starfsemi hafi skaðleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. „Ég tel að það sé ekki inn í núverandi lögum og reglum að menn geti tekið afstöðu á einhverjum pólitískum eða afleiddum afleiðingum af svona sjúkrahúsi,” segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?