Enski boltinn

Pulis ekkert að flýta sér að skrifa undir nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pulis á eitt ár eftir af samningi sínum við West Brom.
Pulis á eitt ár eftir af samningi sínum við West Brom. vísir/getty
Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af núgildandi samningi sínum við West Brom er Tony Pulis, knattspyrnustjóri liðsins, ekkert að flýta sér að skrifa undir nýjan samning.

Pulis tók við West Brom í ársbyrjun 2015 og hefur gert fína hluti með liðið. Í fyrra endaði West Brom í 13. sæti en í dag liðið er liðið í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 13 stigum frá fallsæti.

„Ég myndi helst kjósa að við Jeremy [Peace, stjórnarformaður West Brom] myndum setjast niður með gott vín og mat,“ sagði Pulis.

„Við munum ræða um tímabilið og framtíðina. Það hef ég alltaf gert. Ég á enn ár eftir af samningnum mínum svo það er engin ástæða til að flýta sér.“

West Brom sækir Manchester City heim í síðdegisleiknum í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×