Enski boltinn

West Ham og Arsenal gerðu jafntefli í miklum markaleik | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
West Ham og Arsenal gerðu 3-3 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Upton Park í London.

Þetta hófst allt vel fyrir gestina frá Arsenal en Mesut Özil kom þeim yfir á 18. mínútu og Alexis Sanchez kom þeim síðan í 2-0 stuttu síðar. 

Þá var komið að Andy Carroll að stimpla sig inn í leikinn en hann gerði næstu þrjú mörk leiksins og var staðan allt í einu orðin 3-2 fyrir heimamenn á 52. mínútu leiksins. 

Laurent Koscielny jafnaði síðan metin fyrir Arsenal tuttugu mínútum fyrir leikslok og niðurstaðan 3-3 jafntefli. 

Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 59 stig en West Ham í því sjötta með 52 stig. 

Fjögur fyrstu mörk leiksins - 2-2
Carrol kemur West Ham í 3-2
Laurent Koscielny jafnar fyrir Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×