Enski boltinn

Gylfi sá um Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi skoraði sitt tíunda deildarmark í jafnteflinu gegn Stoke um síðustu helgi.
Gylfi skoraði sitt tíunda deildarmark í jafnteflinu gegn Stoke um síðustu helgi. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea sigurinn, 1-0, á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Swansea vann gríðarlega mikilvægan sigur á liðinu og er liðið nánast búið að tryggja sig í deild þeirra bestu. 

Eina mark leiksins kom eftir 25. mínútna leik og var þar að verki Gylfi Þór sem lagði boltann í vinstra hornið framhjá Begovic í markinu hjá Chelsea. 

Swansea er í 13. sæti í deildinni með 40 stig en Chelsea er í því 10. með 44 stig. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Swansea nær að vinna Chelsea í úrvalsdeildinni. Gylfi Þór hefur nú skorað 11 mörk í deildinni og níu af þeim hafa komið á þessu ári.







Gylfi kemur Swansea yfir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×