Enski boltinn

Wenger: Við réðum ekkert við Andy Carroll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wenger ekki sáttur.
Wenger ekki sáttur. vísir/getty
„Við sýndum góðan karakter að koma til baka eftir að hafa fengið á okkur þrjú mörk í röð,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir jafnteflið gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 3-3.

„Það eru samt sem áður mikil vonbrigði fyrir liðið að hafa ekki ráðir betur við Andy Carroll,“ segir Wenger en Carroll gerði þrennu í leiknum í dag.

„Ég ætla samt ekki að skella skuldinni á mína leikmenn. Mestu vonbrigðin eru að hafa fengið á okkur þrjú mörk. Eigum við ennþá möguleika á því að vinna titilinn? Ég bara veit það ekki. Við erum að gera okkur mjög erfitt fyrir með þessum úrslitum í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×