Enski boltinn

City hafði betur gegn WBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aguero skorar
Aguero skorar vísir/getty
Manchester City vann góðan sigur, 2-1, á WBA í ensku úrvalsdeildinni en liðið lenti 1-0 undir ú upphafi leiksins.

Leikurinn hófst ótrúlega vel fyrir lið WBA en Stephane Sessegnon kom gestunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik þegar hann skaut boltanum laglega framhjá Joe Hart.

Eftir um stundarfjórðung fékk Manchester City dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Aleksandar Kolarov innan vítateigs. Sergio Aguero steig á punktinn og skoraði örugglega og jafnaði leikinn 1-1.

Staðan var 1-1 í hálfleik og Manchester City með ágæt tök á leiknum. Í upphafi síðari hálfleik voru heimamenn í City betri og endaði það með nokkuð fínu marki frá Samir Nasri á 66. mínútu. Leikmenn City náðu að sigla þessum sigri í land en ekki voru fleiri mörk skoruð í þessum leik.

Manchester City er í fjórða sæti deildarinnar með 57 stig, tveimur stigum á eftir Arsenal sem er í því þriðja. WBA er í því 13. með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×