Sögubækur Swansea bíða Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2016 06:00 Gylfi fagnar einu tíu marka sinna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið í miklum ham með liði sínu Swansea í ensku úrvalsdeildinni en það hefur varla farið fram hjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni. Gylfi er búinn að skora átta mörk eftir áramót og tíu í heildina. Hann er ein stærsta ástæða þess að liðið er að kveðja falldrauginn, en velska liðið er nú tíu stigum frá falli þegar sex umferðir eru eftir. Einn sigur í viðbót ætti að gulltryggja veru Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Svanirnir eiga fyrir höndum erfiðan leik um helgina gegn Chelsea, en það er eitt af tíu liðum sem Gylfi á eftir að skora á móti í vetur. Hann hefur nefnilega dreift mörkunum sínum tíu á tíu leiki og á móti tíu mismunandi liðum. Sigurmark eða mark í sigri um helgina yrði svo sannarlega sögulegt því í níu tilraunum í ensku úrvalsdeildinni hefur Swansea aldrei tekist að leggja Chelsea að velli. Lundúnaliðið, sem hefur ekki tapað í fimmtán leikjum undir stjórn Guus Hiddink í úrvalsdeildinni, hefur unnið sex af níu leikjum liðanna í deildinni og þrisvar sinnum hafa þau gert jafntefli.Jafnar markametið Mark frá Gylfa um helgina yrði einnig sögulegt fyrir Swansea því hann myndi með því jafna Wilfried Bony sem var markahæsti leikmaður liðsins í sögu þess í úrvalsdeildinni. Fílabeinsstrendingurinn Bony skoraði 25 mörk fyrir velska liðið áður en hann hélt til Manchester City. Gylfi skoraði 24. markið sitt fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar hann leiddi endurkomu þess í 2-2 jafntefli eftir að lenda 2-0 undir. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart að Gylfi skoraði því hann er búinn að skora 47 prósent marka Swansea eftir áramót. Ótrúleg tölfræði fyrir miðjumann. Þriðji á markalistanum hjá Swansea er Spánverjinn Michu sem skoraði 20 mörk en hann er fortíð Swansea og Gylfi Þór nútíðin.Markahæsti miðjumaðurinn Gylfi Þór er búinn að vera svo iðinn við kolann eftir áramót að bara tveir af allra bestu framherjum deildarinnar, Harry Kane hjá Tottenham (11 mörk) og Sergio Agüero hjá Manchester City (10 mörk) eru búnir að skora meira en íslenski landsliðsmaðurinn eftir áramót. Aðrir stormsenterar á borð við Romelu Lukaku, Jamie Vardy og Odion Ighalo eru langt á eftir Gylfa. Hafnfirðingurinn er í tíunda sæti yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og sá markahæsti af öllum miðjumönnum deildarinnar. Þó það megi flokka Marko Arnutovic (Stoke, 10 mörk) og Riyad Mahrez (Leicester, 16 mörk) sem miðjumenn er enginn af „pjúra“ miðjumönnum deildarinnar fyrir ofan Gylfa.Fjögur í Eið Smára Gylfi Þór getur enn jafnað eða bætt met Eiðs Smára Guðjohnsen yfir flest mörk Íslendings á einu tímabili í úrvalsdeildinni ensku. Eiður skoraði mest 14 mörk fyrir Chelsea 2001/2002. Gylfi þarf þá að skora fjögur eða fimm mörk í síðustu sex leikjunum. Miðað við hvernig hann er að spila er ekkert útilokað.vísir/getty/grafík/fréttablaðið Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið í miklum ham með liði sínu Swansea í ensku úrvalsdeildinni en það hefur varla farið fram hjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni. Gylfi er búinn að skora átta mörk eftir áramót og tíu í heildina. Hann er ein stærsta ástæða þess að liðið er að kveðja falldrauginn, en velska liðið er nú tíu stigum frá falli þegar sex umferðir eru eftir. Einn sigur í viðbót ætti að gulltryggja veru Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Svanirnir eiga fyrir höndum erfiðan leik um helgina gegn Chelsea, en það er eitt af tíu liðum sem Gylfi á eftir að skora á móti í vetur. Hann hefur nefnilega dreift mörkunum sínum tíu á tíu leiki og á móti tíu mismunandi liðum. Sigurmark eða mark í sigri um helgina yrði svo sannarlega sögulegt því í níu tilraunum í ensku úrvalsdeildinni hefur Swansea aldrei tekist að leggja Chelsea að velli. Lundúnaliðið, sem hefur ekki tapað í fimmtán leikjum undir stjórn Guus Hiddink í úrvalsdeildinni, hefur unnið sex af níu leikjum liðanna í deildinni og þrisvar sinnum hafa þau gert jafntefli.Jafnar markametið Mark frá Gylfa um helgina yrði einnig sögulegt fyrir Swansea því hann myndi með því jafna Wilfried Bony sem var markahæsti leikmaður liðsins í sögu þess í úrvalsdeildinni. Fílabeinsstrendingurinn Bony skoraði 25 mörk fyrir velska liðið áður en hann hélt til Manchester City. Gylfi skoraði 24. markið sitt fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar hann leiddi endurkomu þess í 2-2 jafntefli eftir að lenda 2-0 undir. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart að Gylfi skoraði því hann er búinn að skora 47 prósent marka Swansea eftir áramót. Ótrúleg tölfræði fyrir miðjumann. Þriðji á markalistanum hjá Swansea er Spánverjinn Michu sem skoraði 20 mörk en hann er fortíð Swansea og Gylfi Þór nútíðin.Markahæsti miðjumaðurinn Gylfi Þór er búinn að vera svo iðinn við kolann eftir áramót að bara tveir af allra bestu framherjum deildarinnar, Harry Kane hjá Tottenham (11 mörk) og Sergio Agüero hjá Manchester City (10 mörk) eru búnir að skora meira en íslenski landsliðsmaðurinn eftir áramót. Aðrir stormsenterar á borð við Romelu Lukaku, Jamie Vardy og Odion Ighalo eru langt á eftir Gylfa. Hafnfirðingurinn er í tíunda sæti yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og sá markahæsti af öllum miðjumönnum deildarinnar. Þó það megi flokka Marko Arnutovic (Stoke, 10 mörk) og Riyad Mahrez (Leicester, 16 mörk) sem miðjumenn er enginn af „pjúra“ miðjumönnum deildarinnar fyrir ofan Gylfa.Fjögur í Eið Smára Gylfi Þór getur enn jafnað eða bætt met Eiðs Smára Guðjohnsen yfir flest mörk Íslendings á einu tímabili í úrvalsdeildinni ensku. Eiður skoraði mest 14 mörk fyrir Chelsea 2001/2002. Gylfi þarf þá að skora fjögur eða fimm mörk í síðustu sex leikjunum. Miðað við hvernig hann er að spila er ekkert útilokað.vísir/getty/grafík/fréttablaðið
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira