Enski boltinn

Aron lagði upp mark | Bolton fallið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Einar í búningi Cardiff.
Aron Einar í búningi Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, lagði upp eitt mark í ensku Championsship-deildinni í dag þegar liðið tapaði fyrir Fulham, 2-1.

Aron lagði upp mark fyrir Lex Immers sem kom Cardiff yfir í fyrri hálfleiknum. Fulham kláraði aftur á móti leikinn í þeim síðari með tveimur flottum mörkum. Sigur mark Fulham kom í uppbótartíma þegar Emerson Hyndman skoraði.

Cardiff er í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Sheffield Wednesday, sem er í sjötta sætinu. Sæti þrjú til sex fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni. Því verður þetta erfitt fyrir Cardiff en aðeins eru fimm umferðir eftir.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í liði Charlton gegn QPR vegna meiðsla en liðið er svo gott sem fallið úr deildinni. Bolton Wanderers fékk úr 1.deildinni í dag eftir tap fyrir Derby.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins.

Burnley 1 - 0 Leeds United

Bristol City 4 - 1 Sheffield Wednesday

Derby County 4 - 1 Bolton Wanderers

Fulham 2 - 1 Cardiff City

Huddersfield Town 2 - 2 Hull City

Ipswich Town 1 - 3 Brentford

Middlesbrough 1 - 0 Preston North End

Milton Keynes Dons 0 - 4 Rotherham United

Queens Park Rangers 2 - 1 Charlton Athletic

Reading 0 - 2 Birmingham City

Wolverhampton Wanderers 0 - 0 Blackburn Rovers




Fleiri fréttir

Sjá meira


×