Enski boltinn

Bandarískir fjárfestar að kaupa Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jason Levien, Gylfi Sigurðsson og Steve Kaplan.
Jason Levien, Gylfi Sigurðsson og Steve Kaplan.
Bandarískir fjárfestar eru í þann mund að leggja lokahönd á kaupum á knattspyrnuliðinu Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með. Um er að ræða þá Steve Kaplan og Jason Levien.

Steve Kaplan er einn af stofnendum fjárfestingafélagsins Oaktree Capital. Jason Levien þekkir íþróttaheiminn vel og er hann eigandi bandaríska knattspyrnuliðsins DC United og einnig varaformaður körfuboltaliðsins Memphis Grizzlies. 

Þeir eru samkvæmt fjölmiðlum ytra að fjárfesta í meirihlutanum á Swansea. Fram kemur á vefsíðu ESPN að Kaplan og Levien hafi myndað gott vinasamband við Huw Jenkins, stjórnarformann Swansea, og þaðan hafi áhugi þeirra á félaginu kviknað.

Swansea er í 13. sæti deildarinnar og vann Chelsea, 1-0, í dag með marki frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Heimildir ESPN segja að Bandaríkjamennirnir hafi áhuga á því að stækka völlinn í Swansea umtalsvert og munu þeir koma með mikið fjármagn inn í félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×