Enski boltinn

Van Gaal: Rooney besti kostur Englendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/AFP
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, heldur því fram að Wayne Ronney sé besti kostur enska landsiðsins fram á við. Englendingar verða í eldlínunni á EM í Frakklandi í sumar og er pressan á liðinu ávallt gríðarleg.

Rooney hefur verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur en mun vera koma til. Rooney mun spila með U-21 liði Manchester United á mánudagskvöldið. Rooney er fyrirliði enska landsliðsins en Jamie Vardy og Harry Kane koma vissulega einnig til greina í framlínu Englendinga.

„Vanalega er hann besti kostur Englendinga, en Kane hefur verið magnaður á tímabilinu,“ segir Van Gaal.

„Ef maður fer yfir landsliðsferil Rooney þá er það ljóst að hann er besti framherjinn Englendinga. Þjálfarinn ætti að velja hann fyrst í liðið, hann er þannig leikmaður að hann gerir gjörsamlega allt á vellinum.“

Rooney hefur skorað 14 mörk á tímabilinu, Harry Kane 25 og Vardy 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×