Metfjöldi Íslendinga að vinna fyrir IKEA Sæunn Gísladóttir skrifar 23. mars 2016 07:00 Sigríður Heimisdóttir, þróunarstjóri í CED hjá IKEA, hefur gaman af því að koma íslenskum hönnuðum á framfæri. vísir/Andri Marinó Það er hellingur í gangi á milli íslenskra hönnuða og IKEA að sögn Sigríðar Heimisdóttur, þróunarstjóra í Cooking, Eating and Decoration (CED) í höfuðstöðvum IKEA í Svíþjóð. „Þetta er dálítið sérstakt að við séum að nota svona marga Íslendinga, það hefur aldrei verið gert áður,“ segir Sigríður. „Þeir sem eru opnir og vanir að vinna í fjöldaframleiðslu, geta unnið í þessu. Alla hönnuði dreymir auðvitað um að geta lifað af sinni hönnun“ segir Sigríður. „Ég hef verið óþolandi við að koma íslenskum hönnuðum að, einfaldlega af því að þeir eru margir hverjir góðir, og svo er þjóðerniskenndin að drepa mann,“ segir Sigríður. „Meðal þeirra sem eru með verkefni hjá IKEA núna eru Reykjavík Letterpress. Þær eru búnar að gera stórt verkefni, sem er eigið „collection“ og eru núna með annað stórt. Þetta eru frábærar stelpur sem eru komnar með samning við IKEA sem þýðir að þær eru kallaðar til fyrir mismunandi verkefni,“ segir Sigríður. „Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður í New York, er svo að gera fyrir okkur stórt umbúðaverkefni sem er hluti af vöru, og Sóley Þórisdóttur hefur einnig unnið með okkur við grafíska hönnun og umbúðir.“Ólöf og Hildur hjá Reykjavik Letterpress.Mynd/Baldur Kristjáns„Ég gaf átta vel völdum hönnuðum verkefni sem tengjast jólunum 2017, en hér vinnum við næstum tvö ár fram í tímann, enda langur framleiðslutími hjá þessu risafyrirtæki. Þar má nefna Þórunni Árnadóttur hjá Pyropet, Jón Helga Hólmgeirsson, Ragnheiði Ösp hönnuð Notknot, og RAX ljósmyndara. Það er rosalega gaman því þau jól eru með þema sem er einmitt Iceland.“ Ólöf Birna Garðarsdóttir er ásamt Hildi Sigurðardóttur eigandi hönnunarstofunnar Reykjavík Letterpress. Stofan hefur sérhæft sig í Letterpress prentun, aldagamalli prentaðferð með nútíma tvisti, og komst sem fyrr segir á samning við IKEA. „Við erum hönnunarstofa sem leggur áherslu á okkar prentaðferð, en við erum ekki að prenta hér fyrir IKEA. Það er því gaman að fá annars konar hönnunarverkefni, og útvíkka fjölbreytileikann í verkefnunum. Fyrir okkur er þetta sérstaklega lærdómsríkt að kynnast því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá svona stóru fyrirtæki, það eru miklar áskoranir í þessu,“ segir Ólöf. „Manni finnst það auðvitað virkilega gaman að komast með þessu móti með sína hönnun á heimsvísu, það er auðvitað bara hrikalega skemmtilegt. Samningurinn er frekar opinn. Við getum bæði haft samband ef okkur dettur eitthvað sniðugt í hug, og svo er haft samband við okkur ef þau hafa okkur í huga fyrir ákveðna vörulínu. Við erum í raun og veru komnar inn á gólf hjá þeim, inn fyrir þröskuldinn og það er mjög gaman,“ segir Ólöf. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Það er hellingur í gangi á milli íslenskra hönnuða og IKEA að sögn Sigríðar Heimisdóttur, þróunarstjóra í Cooking, Eating and Decoration (CED) í höfuðstöðvum IKEA í Svíþjóð. „Þetta er dálítið sérstakt að við séum að nota svona marga Íslendinga, það hefur aldrei verið gert áður,“ segir Sigríður. „Þeir sem eru opnir og vanir að vinna í fjöldaframleiðslu, geta unnið í þessu. Alla hönnuði dreymir auðvitað um að geta lifað af sinni hönnun“ segir Sigríður. „Ég hef verið óþolandi við að koma íslenskum hönnuðum að, einfaldlega af því að þeir eru margir hverjir góðir, og svo er þjóðerniskenndin að drepa mann,“ segir Sigríður. „Meðal þeirra sem eru með verkefni hjá IKEA núna eru Reykjavík Letterpress. Þær eru búnar að gera stórt verkefni, sem er eigið „collection“ og eru núna með annað stórt. Þetta eru frábærar stelpur sem eru komnar með samning við IKEA sem þýðir að þær eru kallaðar til fyrir mismunandi verkefni,“ segir Sigríður. „Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður í New York, er svo að gera fyrir okkur stórt umbúðaverkefni sem er hluti af vöru, og Sóley Þórisdóttur hefur einnig unnið með okkur við grafíska hönnun og umbúðir.“Ólöf og Hildur hjá Reykjavik Letterpress.Mynd/Baldur Kristjáns„Ég gaf átta vel völdum hönnuðum verkefni sem tengjast jólunum 2017, en hér vinnum við næstum tvö ár fram í tímann, enda langur framleiðslutími hjá þessu risafyrirtæki. Þar má nefna Þórunni Árnadóttur hjá Pyropet, Jón Helga Hólmgeirsson, Ragnheiði Ösp hönnuð Notknot, og RAX ljósmyndara. Það er rosalega gaman því þau jól eru með þema sem er einmitt Iceland.“ Ólöf Birna Garðarsdóttir er ásamt Hildi Sigurðardóttur eigandi hönnunarstofunnar Reykjavík Letterpress. Stofan hefur sérhæft sig í Letterpress prentun, aldagamalli prentaðferð með nútíma tvisti, og komst sem fyrr segir á samning við IKEA. „Við erum hönnunarstofa sem leggur áherslu á okkar prentaðferð, en við erum ekki að prenta hér fyrir IKEA. Það er því gaman að fá annars konar hönnunarverkefni, og útvíkka fjölbreytileikann í verkefnunum. Fyrir okkur er þetta sérstaklega lærdómsríkt að kynnast því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá svona stóru fyrirtæki, það eru miklar áskoranir í þessu,“ segir Ólöf. „Manni finnst það auðvitað virkilega gaman að komast með þessu móti með sína hönnun á heimsvísu, það er auðvitað bara hrikalega skemmtilegt. Samningurinn er frekar opinn. Við getum bæði haft samband ef okkur dettur eitthvað sniðugt í hug, og svo er haft samband við okkur ef þau hafa okkur í huga fyrir ákveðna vörulínu. Við erum í raun og veru komnar inn á gólf hjá þeim, inn fyrir þröskuldinn og það er mjög gaman,“ segir Ólöf. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira