Maður lærir mikið á því að kafa ofan í verk annarra Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 11:00 Kanadísku skáldin sem eru hingað komin til þess að taka þátt í þýðingarsmiðju. Skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gyrðir Elíasson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram á tveimur ljóðadagskrám í Reykjavík ásamt kanadísku skáldunum Chantal Neveu, Daniel Canty og François Turcot. Þau hafa unnið saman í þýðingasmiðjum og kynna afraksturinn og ljóðlist hvers annars á tveimur viðburðum um helgina. Sá fyrri á Kaffislipp í dag kl. 16 en seinna stefnumótið verður á morgun, sunnudag, á Ársafni – Menningarhúsi kl. 14. Hvor viðburður um sig stendur í um klukkutíma. Aðalsteinn segir að þetta sé hluti af verkefni sem skáldin hafi verið að vinna saman og er fólgið í því að því að þýða ljóð hvers annars. „Við ætlum að vera með sýnishorn á þeirri vinnu, þannig að það munu heyrast þarna kanadísk ljóð á íslensku og íslensk ljóð á frönsku og kannski eitthvað þar á milli. Það var ákveðið að fara í þetta í vor og nú erum við búin að vera saman í nokkra daga að kynnast hvert öðru og verkunum. Þetta er sýnishorn af afrakstri og svo ætlum við væntanlega að halda áfram með þetta tveggja heimsálfa verkefni.“ Aðalsteinn segir að það hjálpi mjög mikið við ljóðaþýðingar að kynnast höfundi þess ljóðs sem er verið að takast á við. „Við íslensku skáldin erum ekki frönskumælandi, þó svo við getum aðeins lesið frönskuna, en þess vegna þurfum við millimál. Við þurfum að geta spurt út í smáatriði og útilokað hættuna á misskilningi sem er okkur mikils virði. Þetta er mjög skemmtileg og gefandi vinna og maður lærir svo mikið á því sem ljóðskáld að kafa með þessum hætti ofan í verk annarra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gyrðir Elíasson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram á tveimur ljóðadagskrám í Reykjavík ásamt kanadísku skáldunum Chantal Neveu, Daniel Canty og François Turcot. Þau hafa unnið saman í þýðingasmiðjum og kynna afraksturinn og ljóðlist hvers annars á tveimur viðburðum um helgina. Sá fyrri á Kaffislipp í dag kl. 16 en seinna stefnumótið verður á morgun, sunnudag, á Ársafni – Menningarhúsi kl. 14. Hvor viðburður um sig stendur í um klukkutíma. Aðalsteinn segir að þetta sé hluti af verkefni sem skáldin hafi verið að vinna saman og er fólgið í því að því að þýða ljóð hvers annars. „Við ætlum að vera með sýnishorn á þeirri vinnu, þannig að það munu heyrast þarna kanadísk ljóð á íslensku og íslensk ljóð á frönsku og kannski eitthvað þar á milli. Það var ákveðið að fara í þetta í vor og nú erum við búin að vera saman í nokkra daga að kynnast hvert öðru og verkunum. Þetta er sýnishorn af afrakstri og svo ætlum við væntanlega að halda áfram með þetta tveggja heimsálfa verkefni.“ Aðalsteinn segir að það hjálpi mjög mikið við ljóðaþýðingar að kynnast höfundi þess ljóðs sem er verið að takast á við. „Við íslensku skáldin erum ekki frönskumælandi, þó svo við getum aðeins lesið frönskuna, en þess vegna þurfum við millimál. Við þurfum að geta spurt út í smáatriði og útilokað hættuna á misskilningi sem er okkur mikils virði. Þetta er mjög skemmtileg og gefandi vinna og maður lærir svo mikið á því sem ljóðskáld að kafa með þessum hætti ofan í verk annarra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira