Enski boltinn

Van Gaal: Frábær sigur og frábær úrslit í öðrum leikjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United kom sér aftur inn í baráttuna um Meistaradeildarsæti í gærkvöldi þegar liðið lagði Watford, 1-0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Juan Mata skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á lokakafla leiksins, en liðið er nú með 47 stig líkt og Manhester City sem á þó leik til góða.

„Þetta er frábært,“ sagði Van Gaal kampakátur eftir leikinn. „Þetta er styrkur úrvalsdeildarinnar. Við töpuðum fyrir Sunderland á dögunum og vorum harðlega gagnrýndir fyrir það en munurinn á liðunum er ekki það mikill. Það geta allir tapað fyrir öllum.“

Manchester United er nú búið að vinna fjóra leiki í röð í öllum keppnum og komið áfram í enska bikarnum og Evrópudeildinni.

Van Gaal þurfti að stilla upp hinum átján ára Timothy Fosu-Mensah í miðverði í gærkvöldi vegna meiðslavandræða liðsins, en vegna vallaraðstæðna átti hann erfiðan dag sem og aðrir leikmenn United-liðsisn.

„Ég er svo ánægður fyrir hönd leikmannanna því aðstæður voru ekki góðar til að spila fótbolta. Þetta var mikil barátta og Watford-liðið er tvöfalt stærra en okkar. Það var frábært að vinna Watford og svo voru úrslitin í öðrum leikjum líka frábær,“ sagði Louis van Gaal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×