Enski boltinn

Wenger: Leicester getur kastað frá sér titlinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger gefur ekki upp vonina.
Arsene Wenger gefur ekki upp vonina. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki búinn að gefa upp vonina í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Skytturnar eru sama og búnar að kasta frá sér titlinum en liðið er ellefu stigum á eftir Leicester þegar sjö umferðir eru eftir. Arsenal á þó leik til góða.

Arsenal tekur á móti Watford á laugardaginn en Leicester á erfiðan leik gegn Southampton á sunnudaginn og Wenger telur að allt geti enn þá gerst.

„Leicester er í mjög sterkri stöðu núna en það getur alveg kastað þessu frá sér,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Watford.

„En það erum við sem þurfum að standa okkur. Okkar starf er að vinna restina af leikjunum okkar. Markmiðið okkar er að vinna síðustu átta leikina og það hefst á laugardaginn.“

„Það gæti verið nóg að enda með 79 stig en það fer auðvitað eftir því hvað Leicester gerir. Það veit enginn hvað Leicester gerir á lokasprettinum,“ segir Arsene Wenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×