Diaz: Conor fær allt hjá UFC eins og smábarn þannig ég verð að berja hann aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 12:30 Síðast þegar Diaz og Conor mættust gerðist þetta. vísir/getty Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15
Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45
Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00
Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00