Einar Ingi Eyþórsson, liðsmaður blandaðs liðs Íslands, var að vonum kátur eftir að íslensku krakkarnir tryggðu sér brons á EM í hópfimleikum í dag.
„Þetta var frábært. Árangurinn er geðveikur. Við þurftum að ná öllum stökkunum okkar og þetta var það sem við ætluðum okkur.
„Við vorum að spara okkur fyrir þetta augnablik,“ sagði Einar en íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni. Einar kvaðst virkilega ánægður með það.
„Mjög svo, 36 lendingar af 36 mögulegum, það er ótrúlegt. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði Einar sem fannst íslenska liðið eiga mikið inni eftir undankeppnina.
„Já, við spöruðum okkur svolítið. Við gerðum nokkrar breytingar í dansinum til að hækka okkur aðeins og það skilaði sér.“
En hvernig á svo að fagna árangrinum?
„Það verður farið niður á hótel og haldin veisla. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Einar að lokum.
"Gerðum breytingar í dansinum til að hækka okkur“
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn





Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti



Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn