Framkvæmdastjóri Sólheima: „Tel mig vita að þeir sem hér búa, að þeim líður ágætlega“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2016 12:05 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid heimsóttu Sólheima í gær en sú heimsókn var gagnrýnd af Freyju Haraldsdóttur og Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur. Vísir/GVA „Í fyrsta lagi erum við enn í skýjunum eftir heimsókn forseta, þetta var stórkostlegur dagur, segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, þegar hann er spurður út í orð Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, og Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur sjónvarpskonu um heimsókn forseta Íslands til Sólheima í gær. Um var að ræða fyrstu opinberu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands en Freyja sagði fólk í valdastöðu eiga að vinna gegn aðskilnaðarstefnu og útskúfun, ekki upphefja hana og mæra. Steinunn Ása líkti Sólheimum við skattaskjól, paradís fyrir túrista, nema Sólheimar geymi fatlað fólk en ekki peninga. Freyja sagði að staða fatlaðs fólks í sögulegu samhengi sé þannig að það hafi verið aðgreint og stofnanavistað frá upphafi. Hélt hún því fram að engar rannsóknir sýni fram á að þetta sé gott og að úrræði eins og Sólheimar sé ákveðin útilokun á fötluðu fólk og komi í veg fyrir að það geti lifað í samfélagi við aðra. „Ég las það sem þær höfðu að segja og ég ber virðingu fyrir skoðunum fólks, en er ekki sammála skoðunum þeirra í þessu máli. Ég stend í þeirri trú og tel mig vita að þeir sem hér búa, að þeim líður ágætlega. Sólheimar eru bara eitt þeirra úrræða sem eru í boði fyrir fólk með fötlun og á fullan rétt á sér í flóru fjölbreyttra úrræða. Varðandi það sem þær Freyja og Steinunn segja þá er það þeirra skoðun og svo er fjöldi fólks með aðra skoðun“ segir Guðmundur Ármann í samtali við Vísi. Freyja sagðist hafa heyrt af því að ófatlað fólk komi oft á tíðum á Sólheima til að skoða þar aðstæður og fólk. „Það kemur til að skoða heimkynni fatlaðs fólks sem ræður því ekki sjálft hvort það er þarna. Það finnst mér ekki eðlilegt. Mér finnst svoleiðis eiga að tilheyra fortíðinni,“ sagði Freyja. Guðmundur Ármann segist líta fólk sömu augum óháð hvaða útlit eða bakgrunn það hefur. „Ég held að það sé eitt af einkennum sem þessi staður býr yfir. Hér býr fólk með mismunandi bakgrunn, þetta er alþjóðlegt samfélag. Hér býr fólk með fötlun og fólk sem kemur alls staðar að úr heiminum og á öllum aldri, fjölbreyttur hópur af fólki. Barátta fyrir fólk með fötlun finnst mér að eigi að snúast um að bæta rétt og fjölga tækifærum, ekki að tala niður einstök úrræði. Við þurfum öll fjölbreytileika í tækifærum hvort heldur við erum með fötlun eða ekki.“ Tengdar fréttir Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Forseti Íslands og eiginkona hans heimsóttu Sólheima í gær. Heimsóknin var hans fyrsta í embætti. Íbúar Sólheima tóku forsetanum fagnandi og voru hæstánægðir með að vera fyrstu gestgjafar hans. 4. ágúst 2016 07:00 Steinunn og Freyja gagnrýna heimsókn forseta til Sólheima „Fólk í valdastöðu á að vinna gegn aðskilnaðarstefnu og útskúfun, ekki upphefja hana og mæra,“ sagði Freyja í færslu á Facebook. 3. ágúst 2016 15:44 Guðni og Eliza mætt á Sólheima Borða hádegismat með íbúum og skoða sýningar. 3. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við enn í skýjunum eftir heimsókn forseta, þetta var stórkostlegur dagur, segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, þegar hann er spurður út í orð Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, og Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur sjónvarpskonu um heimsókn forseta Íslands til Sólheima í gær. Um var að ræða fyrstu opinberu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands en Freyja sagði fólk í valdastöðu eiga að vinna gegn aðskilnaðarstefnu og útskúfun, ekki upphefja hana og mæra. Steinunn Ása líkti Sólheimum við skattaskjól, paradís fyrir túrista, nema Sólheimar geymi fatlað fólk en ekki peninga. Freyja sagði að staða fatlaðs fólks í sögulegu samhengi sé þannig að það hafi verið aðgreint og stofnanavistað frá upphafi. Hélt hún því fram að engar rannsóknir sýni fram á að þetta sé gott og að úrræði eins og Sólheimar sé ákveðin útilokun á fötluðu fólk og komi í veg fyrir að það geti lifað í samfélagi við aðra. „Ég las það sem þær höfðu að segja og ég ber virðingu fyrir skoðunum fólks, en er ekki sammála skoðunum þeirra í þessu máli. Ég stend í þeirri trú og tel mig vita að þeir sem hér búa, að þeim líður ágætlega. Sólheimar eru bara eitt þeirra úrræða sem eru í boði fyrir fólk með fötlun og á fullan rétt á sér í flóru fjölbreyttra úrræða. Varðandi það sem þær Freyja og Steinunn segja þá er það þeirra skoðun og svo er fjöldi fólks með aðra skoðun“ segir Guðmundur Ármann í samtali við Vísi. Freyja sagðist hafa heyrt af því að ófatlað fólk komi oft á tíðum á Sólheima til að skoða þar aðstæður og fólk. „Það kemur til að skoða heimkynni fatlaðs fólks sem ræður því ekki sjálft hvort það er þarna. Það finnst mér ekki eðlilegt. Mér finnst svoleiðis eiga að tilheyra fortíðinni,“ sagði Freyja. Guðmundur Ármann segist líta fólk sömu augum óháð hvaða útlit eða bakgrunn það hefur. „Ég held að það sé eitt af einkennum sem þessi staður býr yfir. Hér býr fólk með mismunandi bakgrunn, þetta er alþjóðlegt samfélag. Hér býr fólk með fötlun og fólk sem kemur alls staðar að úr heiminum og á öllum aldri, fjölbreyttur hópur af fólki. Barátta fyrir fólk með fötlun finnst mér að eigi að snúast um að bæta rétt og fjölga tækifærum, ekki að tala niður einstök úrræði. Við þurfum öll fjölbreytileika í tækifærum hvort heldur við erum með fötlun eða ekki.“
Tengdar fréttir Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Forseti Íslands og eiginkona hans heimsóttu Sólheima í gær. Heimsóknin var hans fyrsta í embætti. Íbúar Sólheima tóku forsetanum fagnandi og voru hæstánægðir með að vera fyrstu gestgjafar hans. 4. ágúst 2016 07:00 Steinunn og Freyja gagnrýna heimsókn forseta til Sólheima „Fólk í valdastöðu á að vinna gegn aðskilnaðarstefnu og útskúfun, ekki upphefja hana og mæra,“ sagði Freyja í færslu á Facebook. 3. ágúst 2016 15:44 Guðni og Eliza mætt á Sólheima Borða hádegismat með íbúum og skoða sýningar. 3. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Forseti Íslands og eiginkona hans heimsóttu Sólheima í gær. Heimsóknin var hans fyrsta í embætti. Íbúar Sólheima tóku forsetanum fagnandi og voru hæstánægðir með að vera fyrstu gestgjafar hans. 4. ágúst 2016 07:00
Steinunn og Freyja gagnrýna heimsókn forseta til Sólheima „Fólk í valdastöðu á að vinna gegn aðskilnaðarstefnu og útskúfun, ekki upphefja hana og mæra,“ sagði Freyja í færslu á Facebook. 3. ágúst 2016 15:44