Slagar hátt upp í íbúafjölda Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2016 07:00 Framkvæmdir við flugvöllinn hafa verið nær samfelldar síðustu árin. vísir/Anton Brink „Þetta er fyrst og síðast áskorun fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum að búa sig undir þetta tímabil sem fram undan er. Við verðum að bregðast hratt við,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, spurður um framtíðarsýnina sem birtist í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Aton á miðvikudag. Spáð er að 11.000 ný bein störf verði til á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, en það jafngildir því að manna þurfi eitt álver á hverju ári á rúmlega tveggja áratuga tímabili. Má í því samhengi nefna að sérstök vöktun á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi var talin nauðsynleg. Þá hefur ekki verið tekið tillit til afleiddra starfa sem jafnframt munu skipta þúsundum og starfsmönnum annarra fyrirtækja sem talið er líklegt að vilji byggja upp starfsemi í nálægð flugvallarins, hvað þá fjölskyldum þeirra sem kjósa að starfa á atvinnusvæðinu í kringum flugvöllinn. Til að setja þessar tölur í samhengi þá bjuggu þann 1. janúar 2014 tæplega 22.000 manns á Suðurnesjum í sveitarfélögunum fimm. Íbúum hafði þá fjölgað um 5.537 á sextán ára tímabili frá 1998, eða um 36,3%.Kjartan Már KjartanssonKjartan Már bendir á að vöxtur í kjölfar ferðamannastraums á Keflavíkurflugvelli á næstu árum er af þeirri stærðargráðu að það er ekki aðeins sveitarfélaganna á Suðurnesjum að takast á við áskoranir honum tengdar heldur varði hann samfélagið allt. Þá verða niðurstöður skýrslunnar teknar sérstaklega upp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nú um helgina, og dagskrá breytt þess vegna. „Það verður nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl erlendis frá. Annað hvort flytur það til okkar og lifir og starfar innan sveitarfélaganna á Suðurnesjum eða völlurinn dregur til sín Íslendinga eða útlendinga annars staðar frá og þá þarf vinnuafl þangað. Svo þetta varðar okkur öll sem þjóð,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær glímir við alvarlegan fjárhagsvanda sem tíma tekur að leysa. Spurður um samhengi þess við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli segir Kjartan Már að á því séu tvær hliðar. „Góðu fréttirnar er fólksfjölgun með hærri tekjum sveitarfélagsins en við vitum líka að fólksfjölgun fylgja fjárfestingar í innviðum – skólum og leikskólum sem dæmi. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að finna út úr, og það hlýtur að teljast ánægjulegt verkefni ef hinn valkosturinn er skoðaður – að fólk væri að flytja í burtu og við sætum uppi með ónýttar fjárfestingar,“ segir Kjartan Már en það er vel þekkt að atvinnuleysi í Reykjanesbæ fór í 17 prósent fyrir stuttu, en er aðeins þrjú prósent í dag. „Þetta er ekki eitthvað sem bæjarfélagið leysir eða sveitarfélögin ein, heldur krefst þetta samstarfs við Isavia og fyrirtæki á svæðinu á næstu misserum,“ segir Kjartan Már. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu – og Garður og Sandgerði eru þessa dagana að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Kjartan Már segir of snemmt að segja til um hvort nýjar upplýsingar setji frekari þrýsting á sameiningu allra sveitarfélaganna á svæðinu, en það sé hans skoðun að sameining allra sveitarfélaganna fimm sé eðlileg og í raun aðeins tímaspursmál. „Ef þú keyrir tvo kílómetra frá Leifsstöð þá ertu búinn að vera í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ þegar þú kemur út úr fyrsta hringtorginu,“ segir Kjartan Már til áherslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Þetta er fyrst og síðast áskorun fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum að búa sig undir þetta tímabil sem fram undan er. Við verðum að bregðast hratt við,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, spurður um framtíðarsýnina sem birtist í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Aton á miðvikudag. Spáð er að 11.000 ný bein störf verði til á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, en það jafngildir því að manna þurfi eitt álver á hverju ári á rúmlega tveggja áratuga tímabili. Má í því samhengi nefna að sérstök vöktun á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi var talin nauðsynleg. Þá hefur ekki verið tekið tillit til afleiddra starfa sem jafnframt munu skipta þúsundum og starfsmönnum annarra fyrirtækja sem talið er líklegt að vilji byggja upp starfsemi í nálægð flugvallarins, hvað þá fjölskyldum þeirra sem kjósa að starfa á atvinnusvæðinu í kringum flugvöllinn. Til að setja þessar tölur í samhengi þá bjuggu þann 1. janúar 2014 tæplega 22.000 manns á Suðurnesjum í sveitarfélögunum fimm. Íbúum hafði þá fjölgað um 5.537 á sextán ára tímabili frá 1998, eða um 36,3%.Kjartan Már KjartanssonKjartan Már bendir á að vöxtur í kjölfar ferðamannastraums á Keflavíkurflugvelli á næstu árum er af þeirri stærðargráðu að það er ekki aðeins sveitarfélaganna á Suðurnesjum að takast á við áskoranir honum tengdar heldur varði hann samfélagið allt. Þá verða niðurstöður skýrslunnar teknar sérstaklega upp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nú um helgina, og dagskrá breytt þess vegna. „Það verður nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl erlendis frá. Annað hvort flytur það til okkar og lifir og starfar innan sveitarfélaganna á Suðurnesjum eða völlurinn dregur til sín Íslendinga eða útlendinga annars staðar frá og þá þarf vinnuafl þangað. Svo þetta varðar okkur öll sem þjóð,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær glímir við alvarlegan fjárhagsvanda sem tíma tekur að leysa. Spurður um samhengi þess við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli segir Kjartan Már að á því séu tvær hliðar. „Góðu fréttirnar er fólksfjölgun með hærri tekjum sveitarfélagsins en við vitum líka að fólksfjölgun fylgja fjárfestingar í innviðum – skólum og leikskólum sem dæmi. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að finna út úr, og það hlýtur að teljast ánægjulegt verkefni ef hinn valkosturinn er skoðaður – að fólk væri að flytja í burtu og við sætum uppi með ónýttar fjárfestingar,“ segir Kjartan Már en það er vel þekkt að atvinnuleysi í Reykjanesbæ fór í 17 prósent fyrir stuttu, en er aðeins þrjú prósent í dag. „Þetta er ekki eitthvað sem bæjarfélagið leysir eða sveitarfélögin ein, heldur krefst þetta samstarfs við Isavia og fyrirtæki á svæðinu á næstu misserum,“ segir Kjartan Már. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu – og Garður og Sandgerði eru þessa dagana að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Kjartan Már segir of snemmt að segja til um hvort nýjar upplýsingar setji frekari þrýsting á sameiningu allra sveitarfélaganna á svæðinu, en það sé hans skoðun að sameining allra sveitarfélaganna fimm sé eðlileg og í raun aðeins tímaspursmál. „Ef þú keyrir tvo kílómetra frá Leifsstöð þá ertu búinn að vera í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ þegar þú kemur út úr fyrsta hringtorginu,“ segir Kjartan Már til áherslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira