Slagar hátt upp í íbúafjölda Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2016 07:00 Framkvæmdir við flugvöllinn hafa verið nær samfelldar síðustu árin. vísir/Anton Brink „Þetta er fyrst og síðast áskorun fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum að búa sig undir þetta tímabil sem fram undan er. Við verðum að bregðast hratt við,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, spurður um framtíðarsýnina sem birtist í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Aton á miðvikudag. Spáð er að 11.000 ný bein störf verði til á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, en það jafngildir því að manna þurfi eitt álver á hverju ári á rúmlega tveggja áratuga tímabili. Má í því samhengi nefna að sérstök vöktun á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi var talin nauðsynleg. Þá hefur ekki verið tekið tillit til afleiddra starfa sem jafnframt munu skipta þúsundum og starfsmönnum annarra fyrirtækja sem talið er líklegt að vilji byggja upp starfsemi í nálægð flugvallarins, hvað þá fjölskyldum þeirra sem kjósa að starfa á atvinnusvæðinu í kringum flugvöllinn. Til að setja þessar tölur í samhengi þá bjuggu þann 1. janúar 2014 tæplega 22.000 manns á Suðurnesjum í sveitarfélögunum fimm. Íbúum hafði þá fjölgað um 5.537 á sextán ára tímabili frá 1998, eða um 36,3%.Kjartan Már KjartanssonKjartan Már bendir á að vöxtur í kjölfar ferðamannastraums á Keflavíkurflugvelli á næstu árum er af þeirri stærðargráðu að það er ekki aðeins sveitarfélaganna á Suðurnesjum að takast á við áskoranir honum tengdar heldur varði hann samfélagið allt. Þá verða niðurstöður skýrslunnar teknar sérstaklega upp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nú um helgina, og dagskrá breytt þess vegna. „Það verður nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl erlendis frá. Annað hvort flytur það til okkar og lifir og starfar innan sveitarfélaganna á Suðurnesjum eða völlurinn dregur til sín Íslendinga eða útlendinga annars staðar frá og þá þarf vinnuafl þangað. Svo þetta varðar okkur öll sem þjóð,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær glímir við alvarlegan fjárhagsvanda sem tíma tekur að leysa. Spurður um samhengi þess við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli segir Kjartan Már að á því séu tvær hliðar. „Góðu fréttirnar er fólksfjölgun með hærri tekjum sveitarfélagsins en við vitum líka að fólksfjölgun fylgja fjárfestingar í innviðum – skólum og leikskólum sem dæmi. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að finna út úr, og það hlýtur að teljast ánægjulegt verkefni ef hinn valkosturinn er skoðaður – að fólk væri að flytja í burtu og við sætum uppi með ónýttar fjárfestingar,“ segir Kjartan Már en það er vel þekkt að atvinnuleysi í Reykjanesbæ fór í 17 prósent fyrir stuttu, en er aðeins þrjú prósent í dag. „Þetta er ekki eitthvað sem bæjarfélagið leysir eða sveitarfélögin ein, heldur krefst þetta samstarfs við Isavia og fyrirtæki á svæðinu á næstu misserum,“ segir Kjartan Már. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu – og Garður og Sandgerði eru þessa dagana að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Kjartan Már segir of snemmt að segja til um hvort nýjar upplýsingar setji frekari þrýsting á sameiningu allra sveitarfélaganna á svæðinu, en það sé hans skoðun að sameining allra sveitarfélaganna fimm sé eðlileg og í raun aðeins tímaspursmál. „Ef þú keyrir tvo kílómetra frá Leifsstöð þá ertu búinn að vera í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ þegar þú kemur út úr fyrsta hringtorginu,“ segir Kjartan Már til áherslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
„Þetta er fyrst og síðast áskorun fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum að búa sig undir þetta tímabil sem fram undan er. Við verðum að bregðast hratt við,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, spurður um framtíðarsýnina sem birtist í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Aton á miðvikudag. Spáð er að 11.000 ný bein störf verði til á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, en það jafngildir því að manna þurfi eitt álver á hverju ári á rúmlega tveggja áratuga tímabili. Má í því samhengi nefna að sérstök vöktun á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi var talin nauðsynleg. Þá hefur ekki verið tekið tillit til afleiddra starfa sem jafnframt munu skipta þúsundum og starfsmönnum annarra fyrirtækja sem talið er líklegt að vilji byggja upp starfsemi í nálægð flugvallarins, hvað þá fjölskyldum þeirra sem kjósa að starfa á atvinnusvæðinu í kringum flugvöllinn. Til að setja þessar tölur í samhengi þá bjuggu þann 1. janúar 2014 tæplega 22.000 manns á Suðurnesjum í sveitarfélögunum fimm. Íbúum hafði þá fjölgað um 5.537 á sextán ára tímabili frá 1998, eða um 36,3%.Kjartan Már KjartanssonKjartan Már bendir á að vöxtur í kjölfar ferðamannastraums á Keflavíkurflugvelli á næstu árum er af þeirri stærðargráðu að það er ekki aðeins sveitarfélaganna á Suðurnesjum að takast á við áskoranir honum tengdar heldur varði hann samfélagið allt. Þá verða niðurstöður skýrslunnar teknar sérstaklega upp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nú um helgina, og dagskrá breytt þess vegna. „Það verður nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl erlendis frá. Annað hvort flytur það til okkar og lifir og starfar innan sveitarfélaganna á Suðurnesjum eða völlurinn dregur til sín Íslendinga eða útlendinga annars staðar frá og þá þarf vinnuafl þangað. Svo þetta varðar okkur öll sem þjóð,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær glímir við alvarlegan fjárhagsvanda sem tíma tekur að leysa. Spurður um samhengi þess við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli segir Kjartan Már að á því séu tvær hliðar. „Góðu fréttirnar er fólksfjölgun með hærri tekjum sveitarfélagsins en við vitum líka að fólksfjölgun fylgja fjárfestingar í innviðum – skólum og leikskólum sem dæmi. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að finna út úr, og það hlýtur að teljast ánægjulegt verkefni ef hinn valkosturinn er skoðaður – að fólk væri að flytja í burtu og við sætum uppi með ónýttar fjárfestingar,“ segir Kjartan Már en það er vel þekkt að atvinnuleysi í Reykjanesbæ fór í 17 prósent fyrir stuttu, en er aðeins þrjú prósent í dag. „Þetta er ekki eitthvað sem bæjarfélagið leysir eða sveitarfélögin ein, heldur krefst þetta samstarfs við Isavia og fyrirtæki á svæðinu á næstu misserum,“ segir Kjartan Már. Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu – og Garður og Sandgerði eru þessa dagana að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Kjartan Már segir of snemmt að segja til um hvort nýjar upplýsingar setji frekari þrýsting á sameiningu allra sveitarfélaganna á svæðinu, en það sé hans skoðun að sameining allra sveitarfélaganna fimm sé eðlileg og í raun aðeins tímaspursmál. „Ef þú keyrir tvo kílómetra frá Leifsstöð þá ertu búinn að vera í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ þegar þú kemur út úr fyrsta hringtorginu,“ segir Kjartan Már til áherslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira