Fótbolti

Skoraði á Laugardalsvellinum fyrir 29 árum en er nú þjálfari Norður-Kóreu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jörn Andersen.
Jörn Andersen. Vísir/Getty
Jörn Andersen, 53 ára Norðmaður og fyrrum markakóngur, verður næsti landsliðsþjálfari Norður-Kóreu í fótbolta.

Jörn Andersen sem þjálfaði síðast Austria Salzburg í Austurríki en hefur ekki þjálfað landslið áður. Hann hefur starfað sem þjálfari meira eða minna frá aldarmótum.

Jörn Andersen skrifaði undir eins árs samning en landslið Norður-Kóreu á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi 2018. Hann staðfesti samninginn við NRK.

Norður-Kórea hefur komist í tvær úrslitakeppni HM, fyrst í Englandi og svo aftur í Suður-Afríku 2010. Liðið er eins og er í 112. sæti á FIFA-listanum og í fimmtánda sæti með Asíuþjóða.

Andersen var orðaður við þýsku liðin Union Berlin og FSV Frankfurt sem bæði spila í b-deildinni en hefur ákvað að taka skrefið og taka við landsliði eins einangraðasta lands í heimi.

Jörn Andersen var þekktur markaskorari á sínum yngri árum og lék á sínum tíma 27 landsleiki fyrir Noreg.

Eitt af fimm mörkum Jörn Andersen fyrir norska landsliðið kom á móti Íslandi á Laugardalsvellinum 9. september 1987. Andersen kom þá Noregi í 1-0 á 11. mínútu en Pétur Pétursson og Pétur Ormslev tryggðu Íslandi 2-1 sigur.

Jörn Andersen varð tvisvar markakóngur á sínum ferli, fyrst 1985 með Vålerenga í norsku deildinni og svo 1991 með Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni en hann varð þá fyrsti útlendingurinn til að verða markakóngur í þýsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×