Enginn þingmaður undir 763 þúsundum Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. september 2016 07:00 Úr þingsal Vísir Þingkosningar fara fram 29. október næstkomandi. Alls eru 63 sæti á Alþingi og nú þegar er orðið ljóst að margir munu taka þar sæti í fyrsta sinn eftir þingkosningar í lok október. Fréttablaðið ákvað því að rýna í kjör þingmanna til þess að finna út eftir hverju væri fyrir þá að slægjast. Þeir sem ná kjöri til Alþingis geta vænst launa á bilinu frá tæpum átta hundruð þúsund krónum til tæplega 1.500 þúsund króna. Þetta kemur fram í launatöflum á vef kjararáðs. Þingmaður sem ekki gegnir varaformennsku eða formennsku í nefnd hefur 762.940 krónur í þingfararkaup. Sé hann 2. varaformaður í einhverri fastanefnd Alþingis hækka launin upp í 801 þúsund krónur og 839 þúsund ef hann er annar varaformaður í einhverri nefnd. Formenn þingnefnda og varaforsetar Alþingis fá greiddar 877 þúsund krónur og formenn þingflokka fá sömu upphæð. Formenn stjórnmálaflokkanna fá svo liðlega 1,1 milljón króna. Forseti Alþingis hefur svo 1,37 milljónir í laun á mánuði og forsætisráðherra er með 1,49 milljónir.Laun þingmanna og ráðherraUmræðan um laun þingmanna er jafnan viðkvæm og af þeirri ástæðu hefur sú leið verið farin að kjararáð úrskurði um launin í stað þess að þau séu ákveðin með lögum af Alþingi. Einstaka þingmenn hafa aftur á móti tjáð sig opinskátt um kjör sín. Þeirra á meðal er Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég er þeirrar skoðunar að laun þingmanna séu of lág. Ég get tekið sem dæmi bara mín laun. Ég er á strípuðum launum sem þingmaður Reykjavíkur, ekki með neinar útgreiðslur, og ég fæ útborgað 500 þúsund og eitthvað á mánuði eftir skatt,“ sagði Karl í Sprengisandi á Bylgjunni. Auk þingfararkaupsins fá allir alþingismenn greiddar tæpar 84 þúsund krónur á mánuði í fastan ferðakostnað, sem ætlað er að standa undir ferðakostnaði innan kjördæmis. Þetta gerir það að verkum að enginn þingmaður er með undir 846 þúsund krónum í heildarlaun á mánuði. Þingmenn kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins fá að auki mánaðarlega greiddar 134 þúsund krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað. Þingmaður, sem býr utan höfuðborgarsvæðis og fer milli heimilis og Alþingis daglega, á rétt á að fá endurgreiddar allar slíkar ferðir. Hann fær að auki greiddan þriðjung húsnæðis- og dvalarkostnaðar, eða tæplega 45 þúsund.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Þingkosningar fara fram 29. október næstkomandi. Alls eru 63 sæti á Alþingi og nú þegar er orðið ljóst að margir munu taka þar sæti í fyrsta sinn eftir þingkosningar í lok október. Fréttablaðið ákvað því að rýna í kjör þingmanna til þess að finna út eftir hverju væri fyrir þá að slægjast. Þeir sem ná kjöri til Alþingis geta vænst launa á bilinu frá tæpum átta hundruð þúsund krónum til tæplega 1.500 þúsund króna. Þetta kemur fram í launatöflum á vef kjararáðs. Þingmaður sem ekki gegnir varaformennsku eða formennsku í nefnd hefur 762.940 krónur í þingfararkaup. Sé hann 2. varaformaður í einhverri fastanefnd Alþingis hækka launin upp í 801 þúsund krónur og 839 þúsund ef hann er annar varaformaður í einhverri nefnd. Formenn þingnefnda og varaforsetar Alþingis fá greiddar 877 þúsund krónur og formenn þingflokka fá sömu upphæð. Formenn stjórnmálaflokkanna fá svo liðlega 1,1 milljón króna. Forseti Alþingis hefur svo 1,37 milljónir í laun á mánuði og forsætisráðherra er með 1,49 milljónir.Laun þingmanna og ráðherraUmræðan um laun þingmanna er jafnan viðkvæm og af þeirri ástæðu hefur sú leið verið farin að kjararáð úrskurði um launin í stað þess að þau séu ákveðin með lögum af Alþingi. Einstaka þingmenn hafa aftur á móti tjáð sig opinskátt um kjör sín. Þeirra á meðal er Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég er þeirrar skoðunar að laun þingmanna séu of lág. Ég get tekið sem dæmi bara mín laun. Ég er á strípuðum launum sem þingmaður Reykjavíkur, ekki með neinar útgreiðslur, og ég fæ útborgað 500 þúsund og eitthvað á mánuði eftir skatt,“ sagði Karl í Sprengisandi á Bylgjunni. Auk þingfararkaupsins fá allir alþingismenn greiddar tæpar 84 þúsund krónur á mánuði í fastan ferðakostnað, sem ætlað er að standa undir ferðakostnaði innan kjördæmis. Þetta gerir það að verkum að enginn þingmaður er með undir 846 þúsund krónum í heildarlaun á mánuði. Þingmenn kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins fá að auki mánaðarlega greiddar 134 þúsund krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað. Þingmaður, sem býr utan höfuðborgarsvæðis og fer milli heimilis og Alþingis daglega, á rétt á að fá endurgreiddar allar slíkar ferðir. Hann fær að auki greiddan þriðjung húsnæðis- og dvalarkostnaðar, eða tæplega 45 þúsund.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira