Syngja um sálufélagana Hallgrím og Ragnheiði biskupsdóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:15 Flytjendurnir Ásgeir Páll Ágústsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Alexandra og Magnús Ragnarsson. Á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag flytur Alexandra Chernyshova sópransöngkona brot úr óperunni Skáldið og biskupsdóttirin, ásamt Guðrúnu Ásmundsdóttur sögumanni, Ásgeiri Páli Ágústssyni barítonsöngvara og Magnúsi Ragnarssyni orgelleikara. Þær Alexandra og Guðrún eru höfundar óperunnar sem var frumflutt árið 2014. „Við leggjum áherslu á hina djúpu vináttu Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Þau voru sálufélagar þó að 28 ár skildu þau að í aldri,“ segir Alexandra. „Hann deildi með henni ljóðum sem hann sýndi ekki öðrum og hann var sá fyrsti sem hún sagði frá ást sinni á Daða og hamingjunni sem henni fylgdi. Meðal þess sem við Ásgeir Páll syngjum í dag er dúettinn Ó, veistu minn vinur.“ Alexandra segir Guðrúnu hafa unnið mikla heimildarvinnu við skrif handritsins, ásamt Ingu Huld Hákonardóttur sagnfræðingi. Meðal þess sem þar komi fram sé að Ragnheiður hafi verið meðal þeirra fyrstu sem Hallgrímur gaf handrit að passíusálmunum. „Þá upplifði hún að hann var ekkert venjulegt skáld, heldur eitthvað miklu meira.“ Tónleikarnir tilheyra tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Þeir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars. Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag flytur Alexandra Chernyshova sópransöngkona brot úr óperunni Skáldið og biskupsdóttirin, ásamt Guðrúnu Ásmundsdóttur sögumanni, Ásgeiri Páli Ágústssyni barítonsöngvara og Magnúsi Ragnarssyni orgelleikara. Þær Alexandra og Guðrún eru höfundar óperunnar sem var frumflutt árið 2014. „Við leggjum áherslu á hina djúpu vináttu Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Þau voru sálufélagar þó að 28 ár skildu þau að í aldri,“ segir Alexandra. „Hann deildi með henni ljóðum sem hann sýndi ekki öðrum og hann var sá fyrsti sem hún sagði frá ást sinni á Daða og hamingjunni sem henni fylgdi. Meðal þess sem við Ásgeir Páll syngjum í dag er dúettinn Ó, veistu minn vinur.“ Alexandra segir Guðrúnu hafa unnið mikla heimildarvinnu við skrif handritsins, ásamt Ingu Huld Hákonardóttur sagnfræðingi. Meðal þess sem þar komi fram sé að Ragnheiður hafi verið meðal þeirra fyrstu sem Hallgrímur gaf handrit að passíusálmunum. „Þá upplifði hún að hann var ekkert venjulegt skáld, heldur eitthvað miklu meira.“ Tónleikarnir tilheyra tónleikaröðinni Á ljúfum nótum. Þeir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars.
Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira