Enski boltinn

Benitez fékk sigur í afmælisgjöf

Benitez á hliðarlínunni í dag.
Benitez á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Newcastle United vann mikilvægan sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Newcastle hélt sér á lífi í botnbaráttunni með 3-0 sigri.

Jamaal Lascelles kom Newcastle yfir á 40. mínútu með marki eftir undirbúning Andros Townsend og Moussa Sissoko tvöfaldaði forystuna sjö mínútum fyrir leikslok.

Heimamenn voru ekki hættir því Andros Townsend skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á lokamínútu venjulegs leiktíma og lokatölur 3-0.

Leikmenn Newcastle færðu því stjóra sínum góða afmælisgjöf, en Rafa Benitez fagnaði 56 ára afmæli sínu í dag.

Newcastle er enn í fallsæti, nítjánda sætinu með 28 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Swansea er í fimmtánda sætinu með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×