Enski boltinn

Charlton í verulega vondum málum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg spilar með Charlton.
Jóhann Berg spilar með Charlton. vísir/getty
Charlton er í rosalega vondum málum í ensku B-deildinni eftir 1-0 tap gegn Derby Counti í dag.

Charlton er eftir tapið ellefu stigum frá öruggu sæti og einungis fjórir leikir eru eftir. Því eru tólf stig eftir í pottinum og ansi margt þarf að gerast til að þeir haldi sér uppi.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Charlton, en eina markið skoraði Johnny Russell eftir klukkatíma leik.

Aron Einar Gunnarsson spilaði í níu mínútur eftir að hafa komið inná sem varamaður þegar Cardiff gerði markalaust jafntefli við QPR.

Cardiff er í sjöunda sætinu í harðri baráttu um að komast í umspil, en QPR er í ellefta sætinu.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Fleetwood í ensku C-deildinni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Oldham.

Fleetwood er í nítjánda sætinu með 47 stig, tveimur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×