Enski boltinn

Aguero sá um Chelsea | Sjáðu þrennuna

Sergio Aguero afgreiddi Chelsea með þremur mörkum í dag, en Manchester City vann 3-0 sigur á Stamford Bridge.

Aguero kom City á 33. mínútu og það var eina markið sem leit dagsins ljós í hálfleik. Eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik tvöfaldaði Aguero svo forystuna.

Á 79. mínútu fiskaði Fernandinho svo vítaspyrnu, en Thibaut Courtois var rekinn af velli fyrir brotið. Aguero steig á punktinn og innsiglaði þrennuna. Lokatölur 3-0.

City er í þriðja sætinu með 60 stig, fimm stigum eftir á Tottenham sem er í öðru sætinu. Chelsea er í tíunda sætinu með 44 stig.

0-2 Aguero: 0-3 Aguero:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×