Enski boltinn

Gylfi flaug á hausinn við að taka aukaspyrnu | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfa Sigurðssyni tókst ekki að bæta markamet Swansea í gær þegar Svanirnir töpuðu 3-0 fyrir Newcastle á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur verið iðinn við kolann á leiktíðinni og spilað vel fyrir Wales-verjana.

Gylfi hefur farið á kostum á tímabilinu og með marki í dag hefði hann orðið markahæsti leikmaðurinn í efstu deild hjá Swanesa, en það tókst ekki.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk fínt aukaspyrnu-færi á 24. mínútu í leiknum í dag, en það mistókst heldur betur að koma boltanum á markið í þeirri tiltraun. 

Hann rann allsvakalega á hausinn og boltinn var ekki nærri markinu, en þetta vakti mikla gleði hjá stuðningsmönnum Newcastle.

Sjón er sögu ríkari.


Tengdar fréttir

Benitez fékk sigur í afmælisgjöf

Newcastle United vann mikilvægan sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Newcastle hélt sér á lífi í botnbaráttunni með 3-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×