Sport

Thelma í 11. sæti í undanrásunum í Ríó

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Thelma í skriðsundinu í gær.
Thelma í skriðsundinu í gær. Mynd/ÍFsport.is
Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR hafnaði í ellefta sæti í undanrásunum í 100 metra bringusundi á Paralympics í Ríó í dag er hún kom í mark á 1:58,69.

Var þetta annað sund Thelmu á leikunum eftir að hafa lent í nítjánda sæti í 50 metra skriðsundi.

Thelma keppti í seinni undanrásunum og kom í mark í sjötta sæti í sínum riðli á 1:58,69. Thelma var á 57,13 eftir 50 metra en synti betur seinni 50 metrana.

Hún komst ekki í úrslitin en aðeins iðkendur með átta bestu tímana komust í úrslit. Fyrst í mark kom hin úkraínska Yelyzaveta Mereshko á 1:43,41.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×