Innlent

Götum lokað í Reykjavík út af hjólreiðakeppni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Götum í Reykjavík er lokað vegna Tour of Reykjavík.
Götum í Reykjavík er lokað vegna Tour of Reykjavík. mynd/vegagerðin
Hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavík verður haldin í fyrsta sinn í dag og er götum í og við Reykjavík verður lokað vegna keppninnar. Á meðal gatna sem er lokað er Suðurlandsbraut en henni verður lokað frá Skeiðarvogi að Reykjavegi. Þá er Gamla Hringbraut lokuð í báðar áttir en nákvæmar upplýsingar um götulokanir má nálgast á vef Vegagerðarinnar.

Keppnin hófst klukkan hálfníu og stendur til þrjú. Hún fer aðallega fram í Laugardalnum og er ýmist hjólað alla leið að Þingvallavatni eða styttri hringi í Laugardal og miðborginni. Keppnin byrjar og endar fyrir framan Laugardalshöll og er dagskráin þar á þessa leið:

08:30   40km ræstir

08:45   110km ræstir

09:40   Fyrstu í 40 km væntanlegir

10:00   13km ræstir

10:10   Verðlaunaafhending 40km

10:20   Fyrstu í 13 km væntanlegir

11:40   Fyrstu í 110 km væntanlegir

12:10   Verðlaunaafhending 110km

14:00   Tímatöku hætt

14:10   Barnabraut – 2 km




Fleiri fréttir

Sjá meira


×