Enski boltinn

Hitti Klopp sem elskar Víking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arngrímur Baldursson, annar höfunda alfræðibókarinnar Liverpool Encyclopedia, hitti í dag Jürgen Klopp knattspyrnustjóra félagsins.

Arngrímur og Klopp hittust eftir blaðamannafund þess síðarnefnda á Melwood-æfingasvæðinu þar sem Arngrímur afhenti þeim þýska bókina með góðri kveðju til hans.

Á færslu Arngríms á Facebook-síðu hans, sem má sjá hér fyrir neðan kemur fram að Ásgeir Sigurvinsson var hetja Klopp í æsku og hann er góðvinur Helga Kolviðssonar frá því að þeir voru samherjar í Mainz. Enn fremur er fullyrt að Klopp elski knattspyrnufélagið Víking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×