Innlent

Konur sjaldnar í fréttum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þátttakendur í málþingi FKA ræddu hlut kvenna í fjölmiðlum.
Þátttakendur í málþingi FKA ræddu hlut kvenna í fjölmiðlum. Mynd/Odd Stefan
Tæplega þriðji hver viðmælandi í fréttum á Íslandi er kvenkyns, alls um 32 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Fjölmiðlavaktarinnar á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Konur er 36 prósent viðmælenda í sjónvarps- og útvarpsþáttum.

Alls er hlutur kvenna um 33 prósent, þremur prósentustigum meira en á síðasta kannaða tímabili. Hlutfallið er hins vegar níu prósentustigum hærra en á heimsvísu. „Staðan eins og hún er núna er ekki ásættanleg,“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á málþingi FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, í gær.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins sagði fjölmiðla þurfa að leggja sitt af mörkum til að stuðla að breytingu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði hlutfallið umhugsunarvert. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×