Innlent

Leitin að Guðmundi hefur enn ekki borið árangur

Gissur Sigurðsson skrifar
Leit að Guðmundi L. Sverrissyni, sem hófst á Patreksfirði í gær, bar engan árangur í nótt.
Leit að Guðmundi L. Sverrissyni, sem hófst á Patreksfirði í gær, bar engan árangur í nótt.
Leit að Guðmundi L. Sverrissyni, sem hófst á Patreksfirði í gær, bar engan árangur í nótt, en kraftur verður settur í leitina strax í birtingu og eru björgunarsveitarmenn af Norður- og Vesturlandi á leið vestur til að aðstoða heimamenn við leitina.

Í gær flaug eftirlitsflugvél Gæslunnar vestur me sérþjálfaða leitarmenn og leitarhunda og í gærkvöldi voru yfir 50 björgunarmenn að leit, einkum í Patreksfirði, en mun færri í nótt. Síðast sást til Guðmundar, sem er 54 ára, á Patreksfirði í fyrrinótt.

Uppfært:

Um 100 björgunarsveitarmenn eru að hefja leit. Áfram verður leitað í þéttbýlinu á Patreksfirði, hafnarsvæðinu, fjörunni og næsta nágrenni við þann stað sem bifreið mannsins fannst í gærmorgun, þ.e á veginum um Raknadalshlíð. Þá leita björgunarsveitarmenn í fjörunni og út á sjónum undan Raknadalshlíð og í firðinum.

Íbúar á Patreksfirði eru hvattir til að gæta að ólæstum rýmum tilheyrandi heimilum eða vinnustöðum og ganga úr skugga um hvort vísbendingar séu að finna.




Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir Guðmundi

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Guðmundi L Sverrissyni. Guðmundur er fæddur árið 1962 og er búsettur á Patreksfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×