Sveitarstjórn Bláskógabyggðar: HÍ bregst því trausti að vera háskóli allra landsmanna Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2016 18:13 Aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Vísir/Magnús Hlynur Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Háskóla Íslands að færa nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórnin segir að með þessari ákvörðun sé Háskóli Íslands að bregðast því trausti að vera háskóli allra landsmanna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman í dag vegna málsins. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að það sé sveitarstjórn óskiljanlegt að Háskóli Íslands vilji ekki fara í öfluga og markvissa markaðssetningu á námi í íþrótta- og heilsufræði til að fjölga nemendum líkt og starfsmenn skólans, nemendur, þingmenn og sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi ítrekað lagt til. „Að flytja starfsemina til Reykjavíkur mun ekki leysa þann vanda sem við er að etja. Það læðist að okkur sá grunur að aðrar ástæður en staðsetning, hagræðing rekstrar og fækkun nemenda séu ástæða þessarar ákvörðunar. Engin haldbær rök eru fyrir þessari ákvörðun háskólaráðs enda hefur allt ferlið í kringum þessa ákvarðanatöku verið með undarlegasta móti. Í okkar huga er þetta hápólitískt byggðamál sem varðar spurninguna hvernig við viljum að landið okkar byggist upp í framtíðinni. Er stefnan sett á að sérhæfð störf sem krefjast menntunar verði á höfuðborgarsvæðinu á meðan landsbyggðin á að búa við einsleitni og lágt menntunarstig. Að störf á landsbyggðinni miðist eingöngu við grunnatvinnuvegina og ferðaþjónustu. Það er varhugaverð þróun. Óljósar mótvægisaðgerðir eins og minnst hefur verið á undanfarið eru oftar en ekki skyndilausnir sem halda ekki til lengdar og skorum við því á stjórnendur Háskóla Íslands að endurskoða þessa ákvörðun sína. Einnig trúum við því að þingmenn og ráðherra mennta- og menningarmála hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Að okkar mati er mjög mikilvægt fyrir þjóðina sem heild að stuðlað sé að fjölbreytni í atvinnutækifærum og menntun um allt land en ekki bara á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng að Laugarvatni Í bréfi frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, til starfsmanna segir að aðstaða skólans verði áfram nýtt í þágu háskólans. 18. febrúar 2016 17:52 Háskóli Íslands hefur glatað trausti þingmanna - Mikil reiði í þingmannahópnum Þingmenn Suðurkjördæmis er ekki sáttir við að íþróttakennaranám Háskóla Íslands verði flutt til Reykjavíkur. 18. febrúar 2016 21:36 Nám í íþrótta- og heilsufræði verður flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur Aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. 18. febrúar 2016 16:49 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Háskóla Íslands að færa nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórnin segir að með þessari ákvörðun sé Háskóli Íslands að bregðast því trausti að vera háskóli allra landsmanna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman í dag vegna málsins. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að það sé sveitarstjórn óskiljanlegt að Háskóli Íslands vilji ekki fara í öfluga og markvissa markaðssetningu á námi í íþrótta- og heilsufræði til að fjölga nemendum líkt og starfsmenn skólans, nemendur, þingmenn og sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi ítrekað lagt til. „Að flytja starfsemina til Reykjavíkur mun ekki leysa þann vanda sem við er að etja. Það læðist að okkur sá grunur að aðrar ástæður en staðsetning, hagræðing rekstrar og fækkun nemenda séu ástæða þessarar ákvörðunar. Engin haldbær rök eru fyrir þessari ákvörðun háskólaráðs enda hefur allt ferlið í kringum þessa ákvarðanatöku verið með undarlegasta móti. Í okkar huga er þetta hápólitískt byggðamál sem varðar spurninguna hvernig við viljum að landið okkar byggist upp í framtíðinni. Er stefnan sett á að sérhæfð störf sem krefjast menntunar verði á höfuðborgarsvæðinu á meðan landsbyggðin á að búa við einsleitni og lágt menntunarstig. Að störf á landsbyggðinni miðist eingöngu við grunnatvinnuvegina og ferðaþjónustu. Það er varhugaverð þróun. Óljósar mótvægisaðgerðir eins og minnst hefur verið á undanfarið eru oftar en ekki skyndilausnir sem halda ekki til lengdar og skorum við því á stjórnendur Háskóla Íslands að endurskoða þessa ákvörðun sína. Einnig trúum við því að þingmenn og ráðherra mennta- og menningarmála hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Að okkar mati er mjög mikilvægt fyrir þjóðina sem heild að stuðlað sé að fjölbreytni í atvinnutækifærum og menntun um allt land en ekki bara á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng að Laugarvatni Í bréfi frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, til starfsmanna segir að aðstaða skólans verði áfram nýtt í þágu háskólans. 18. febrúar 2016 17:52 Háskóli Íslands hefur glatað trausti þingmanna - Mikil reiði í þingmannahópnum Þingmenn Suðurkjördæmis er ekki sáttir við að íþróttakennaranám Háskóla Íslands verði flutt til Reykjavíkur. 18. febrúar 2016 21:36 Nám í íþrótta- og heilsufræði verður flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur Aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. 18. febrúar 2016 16:49 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Flaggað í hálfa stöng að Laugarvatni Í bréfi frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, til starfsmanna segir að aðstaða skólans verði áfram nýtt í þágu háskólans. 18. febrúar 2016 17:52
Háskóli Íslands hefur glatað trausti þingmanna - Mikil reiði í þingmannahópnum Þingmenn Suðurkjördæmis er ekki sáttir við að íþróttakennaranám Háskóla Íslands verði flutt til Reykjavíkur. 18. febrúar 2016 21:36
Nám í íþrótta- og heilsufræði verður flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur Aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. 18. febrúar 2016 16:49