Innlent

Dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir sjö brot

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn játaði brot sín.
Maðurinn játaði brot sín. Vísir/Heiða
21 árs gamall karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruliðirnir voru sjö talsins og á maðurinn að baki sakaferil frá árinu 2015.

Maðurinn hafði meðal annars ekið undir áhrifum fíkniefna og framið þrjú rán, eitt þeirra vopnað. Þá gerði lögreglan upptækt töluvert magn af fíknefnum við rannsókn málsins. Hann játaði brot sín skýlaust og dregst óslitið gæsluvarðhald frá 20. júní síðastliðnum frá refsingunni.



Maðurinn hefur þrisvar verið dæmdur fyrir brot á hegningarlögum, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Hann verður sviptur ökuréttindum í tvö ár.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×