Ögmundur segist ekki geta beðist afsökunar á því þegar menn misskilji orð hans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 21:32 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta beðist afsökunar á því þegar fólk misskilji orð sín en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla í þættinum Vikulokunum á Rás 1 á laugardaginn. Þar sagði hann konur í stjórnmálum stundum nýta sér neikvætt umtal sér til framdráttar en orð hans hafa vakið hörð viðbrögð, bæði hjá þingkonunum sem voru með honum í Vikulokunum, þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Björt Ólafsdóttur, sem og hjá samflokksmönnum hans. „Ég hef nú reyndar verið beðinn um að biðjast afsökunar á þessum orðum. Ég á hins vegar svolítið erfitt með að biðjast afsökunar á misskilningi á orðum, að menn misskilji orð mín eða túlki þau á annan veg en þau eru meint. Staðreyndin er sú að ég hef alla tíð reynt að leggja jafnréttisbaráttu lið bæði á vettvangi stjórnmálanna en það sem ég vék að þarna í þættinum og hefur verið túlkað á mjög gagnrýninn hátt er að ég hef sagt að þess væru dæmi að konur reyndu að notfæra illt umtal um sig til að beina réttmætri gagnrýni frá sér og staðreyndin væri sú að hvort sem það væru konur eða karlar á vettvangi stjórnmálanna þá yrðu þau sem slíkir sem einstaklingar að standa fyrir sínum málum,“ sagði Ögmundur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður hvort hann gæti nefnt einhver dæmi um þetta sagði hann ýmis dæmi koma upp í hugann en hann væri fyrst og fremst að ræða hlutina almennt. Þá sagðist hann ekki hafa orðið vör við einhvern kynbundinn mun inni á Alþingi. „Við erum mismunandi einstaklingar. Sum okkar eru frek og yfirgangssöm, aðrir eru það ekki en það beri að líta á okkur sem einstaklinga fremur en karla eða konur, þetta er það sem ég var að segja í þessum þætti,“ sagði Ögmundur. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur sagt að hún sé ekki sammála orðum Ögmundar en hann segir þau hafa rætt málið í dag og að það sé allt í góðu að hún leggi sinn skilning í hans orð.Viðtalið við Ögmund í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Kynbundnar kröfur 22. ágúst 2016 16:27 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta beðist afsökunar á því þegar fólk misskilji orð sín en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla í þættinum Vikulokunum á Rás 1 á laugardaginn. Þar sagði hann konur í stjórnmálum stundum nýta sér neikvætt umtal sér til framdráttar en orð hans hafa vakið hörð viðbrögð, bæði hjá þingkonunum sem voru með honum í Vikulokunum, þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Björt Ólafsdóttur, sem og hjá samflokksmönnum hans. „Ég hef nú reyndar verið beðinn um að biðjast afsökunar á þessum orðum. Ég á hins vegar svolítið erfitt með að biðjast afsökunar á misskilningi á orðum, að menn misskilji orð mín eða túlki þau á annan veg en þau eru meint. Staðreyndin er sú að ég hef alla tíð reynt að leggja jafnréttisbaráttu lið bæði á vettvangi stjórnmálanna en það sem ég vék að þarna í þættinum og hefur verið túlkað á mjög gagnrýninn hátt er að ég hef sagt að þess væru dæmi að konur reyndu að notfæra illt umtal um sig til að beina réttmætri gagnrýni frá sér og staðreyndin væri sú að hvort sem það væru konur eða karlar á vettvangi stjórnmálanna þá yrðu þau sem slíkir sem einstaklingar að standa fyrir sínum málum,“ sagði Ögmundur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður hvort hann gæti nefnt einhver dæmi um þetta sagði hann ýmis dæmi koma upp í hugann en hann væri fyrst og fremst að ræða hlutina almennt. Þá sagðist hann ekki hafa orðið vör við einhvern kynbundinn mun inni á Alþingi. „Við erum mismunandi einstaklingar. Sum okkar eru frek og yfirgangssöm, aðrir eru það ekki en það beri að líta á okkur sem einstaklinga fremur en karla eða konur, þetta er það sem ég var að segja í þessum þætti,“ sagði Ögmundur. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur sagt að hún sé ekki sammála orðum Ögmundar en hann segir þau hafa rætt málið í dag og að það sé allt í góðu að hún leggi sinn skilning í hans orð.Viðtalið við Ögmund í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Kynbundnar kröfur 22. ágúst 2016 16:27 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31
Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00