Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

ritstjórn skrifar
Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en takist ekki að semja við sveitarfélögin kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð.

Þá verður rætt við fjármálaráðherra um samræmingu og jöfnun lífeyrisréttinda á opinberum og almennum vinnumarkaði en við fáum einnig viðbrögð stjórnarandstöðunnar á þessi tíðindi og heyrum í formanni Landssambands lögreglumanna sem mótmælir harðlega samkomulaginu.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þjóðvegaryk, byltingu í forgangsakstri og glæsilegasta forystuhrút landsins sem vakti mikla athygli í Hrunaréttum á dögunum. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×