Innlent

Íslendingurinn kominn í leitirnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Valdimar neyddist til að gista utandyra nokkrar nætur.
Valdimar neyddist til að gista utandyra nokkrar nætur. Vísir/EPA
Íslendingurinn sem leitað var á Spáni er kominn í leitirnar og ku hann vera heill á húfi. Ekkert hafði spurst til Valdimars Svavarssonar, sem er 65 ára sjómaður, frá því í byrjun mánaðarins. Þann 10. september hafði hann samband við fjölskyldu sína og sagðist hafa verið rændur og hann væri án vegabréfs, síma og kreditkorts.

Samkvæmt frétt Mbl er hann nú fundinn.

Sjá einnig: Leita Íslendings á Spáni

Systir hans fór til Alicante, þar sem Valdimar týndist og er verið að útvega honum vegabréf. Hún segir að þau muni fljúga aftur heim annað kvöld.

Þá segir hún að Valdimar hafi neyðst til þess að gista utandyra undanfarnar nætur. Ríkissaksóknari hafði sent fyrirspurn til spænskra yfirvalda vegna Valdimars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×