Nesfiskur ætlar að breyta verklagi vegna gasbyssunnar: "Við erum búin að nota þetta í fjölda ára til að fæla frá fugla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2016 13:28 Fyrirtækið Nesfiskur hyggst breyta verkferlum sínum í kjölfar mikils viðbúnaðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að skothvellir heyrðust frá fiskhjöllum Nesfisks í Garði. Grunur lék á um tíma að byssumaður gengi laus en síðar kom í ljós að um var að ræða hvelli frá gasbyssum sem notaðar höfðu verið til að fæla frá vargfugl. Guðlaugur Kristófersson, verkstjóri hjá Nesfiski, segir að sér hafi verið nokkuð brugðið þegar hann mætti til vinnu í morgun.Guðlaugur segir skiljanlegt að hvellurinn sem kom frá gasbyssunni hafi misskilist sem alvöru byssa. Vísir/Vilhelm„Þegar ég kem þarna þá er ég að koma úr Reykjavík og var þá búinn að fá símtal um það að gasbyssan hjá okkur hefði verið að valda einhverju ónæði. Þegar ég kem þá er sérsveitin að ganga frá og pakka saman og ég gef mig þarna fram við lögreglu og segi þeim hvers kyns er með þessa byssu okkar." Hann segist aðspurður fyrirtækið hafa notað þessa aðferð í áratugi. „Við erum búin að nota þetta í fjölda ára til að fæla frá fugla. Það gefur frá sér hvell svipað og byssuhvellur til þess að fæla frá fuglana og vel skiljanlegt að það geti misskilist sem alvöru byssa,“ segir Guðlaugur sem kannaðist ekki að kvartanir hefðu áður borist vegna þessa fyrirkomulags. Guðlaugur segir næstu skref að ræða við lögregluna og hvort fyrirtækið þurfi að láta hana vita áður en gasbyssan er notuð. „Ég á eftir að ræða við lögregluna um þetta. Við munum líklega breyta hjá okkur verkferlum varðandi það hvort við þurfum að tilkynna það og annað slíkt.“ Tengdar fréttir Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 15. mars 2016 09:52 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fyrirtækið Nesfiskur hyggst breyta verkferlum sínum í kjölfar mikils viðbúnaðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að skothvellir heyrðust frá fiskhjöllum Nesfisks í Garði. Grunur lék á um tíma að byssumaður gengi laus en síðar kom í ljós að um var að ræða hvelli frá gasbyssum sem notaðar höfðu verið til að fæla frá vargfugl. Guðlaugur Kristófersson, verkstjóri hjá Nesfiski, segir að sér hafi verið nokkuð brugðið þegar hann mætti til vinnu í morgun.Guðlaugur segir skiljanlegt að hvellurinn sem kom frá gasbyssunni hafi misskilist sem alvöru byssa. Vísir/Vilhelm„Þegar ég kem þarna þá er ég að koma úr Reykjavík og var þá búinn að fá símtal um það að gasbyssan hjá okkur hefði verið að valda einhverju ónæði. Þegar ég kem þá er sérsveitin að ganga frá og pakka saman og ég gef mig þarna fram við lögreglu og segi þeim hvers kyns er með þessa byssu okkar." Hann segist aðspurður fyrirtækið hafa notað þessa aðferð í áratugi. „Við erum búin að nota þetta í fjölda ára til að fæla frá fugla. Það gefur frá sér hvell svipað og byssuhvellur til þess að fæla frá fuglana og vel skiljanlegt að það geti misskilist sem alvöru byssa,“ segir Guðlaugur sem kannaðist ekki að kvartanir hefðu áður borist vegna þessa fyrirkomulags. Guðlaugur segir næstu skref að ræða við lögregluna og hvort fyrirtækið þurfi að láta hana vita áður en gasbyssan er notuð. „Ég á eftir að ræða við lögregluna um þetta. Við munum líklega breyta hjá okkur verkferlum varðandi það hvort við þurfum að tilkynna það og annað slíkt.“
Tengdar fréttir Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 15. mars 2016 09:52 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 15. mars 2016 09:52