Eftirlitsmyndavélar nú hluti af daglegu lífi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2016 07:00 Myndavélarnar eru orðnar ódýrari og þar af leiðandi almennari í notkun. vísir/Pjetur Sprenging hefur orðið í sölu eftirlitsmyndavéla og uppsetningum á slíkum kerfum síðustu tvö árin. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að búnaðurinn sé orðinn aðgengilegri og almennari með einfaldari tækni og viðráðanlegra verði fyrir venjulegar fjölskyldur. „Fyrir fáeinum árum þurfti upptökukerfi, leggja kapla og símasamband. Í dag tengirðu myndavél við netið heima hjá þér og stingur í samband,“ segir Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvuteks. Hann segir að á tíu árum hafi búnaður í eftirlitsmyndavélum gjörbreyst – sérstaklega með skýbúnaði (e. cloud). Þannig sé hægt að skoða upptökur úr myndavélinni í símanum. Einnig er hægt að stilla myndavélarnar þannig að þær sendi skilaboð ef þær nema hreyfingu Hjörtur Freyr Vigfússon, Servio, öryggisþjónusta, securitas,„Það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun þessara tækja. Ég vil ekki tengja það við stóra bróður eða vænisýki heldur er þetta bara viðbót við daglega lífið. Fólk getur fylgst með þegar börnin koma heim, sumir eru með þetta í svefnherbergjum ungbarna í stað barnapíutækja og fyrir öðrum er þetta öryggisatriði. Að mínu mati er þetta neysla, ekki hræðsla,“ segir Halldór. „Þetta getur verið þægilegt þegar unglingarnar hætta að nenna að fara með í sumarbústaðinn,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, og tekur undir orð Halldórs um aukna notkun eftirlitsmyndavéla. „Það er mælanleg aukning í sölu myndeftirlits bæði inni á heimilum og í sumarbústöðum á síðustu misserum.“ Hjörtur segir slík kerfi hafa í gegnum tíðina verið mjög dýr en nú sé öldin önnur. „Þar af leiðandi er þetta orðið almennara og ósköp venjulegt fólk fær sér eftirlitsmyndavélar. Þetta er sérlega þægilegt til að fylgjast með sumarbústaðnum, hvort allt sé í lagi en líka bara til að athuga hvernig veðrið sé áður en maður leggur í hann. Maður hefur líka heyrt af foreldrum sem eru rólegri í útlöndum og geta fylgst með unga fólkinu sem er eitt heima – hvort haldin séu teiti og svo framvegis. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta um hugarró.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu eftirlitsmyndavéla og uppsetningum á slíkum kerfum síðustu tvö árin. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að búnaðurinn sé orðinn aðgengilegri og almennari með einfaldari tækni og viðráðanlegra verði fyrir venjulegar fjölskyldur. „Fyrir fáeinum árum þurfti upptökukerfi, leggja kapla og símasamband. Í dag tengirðu myndavél við netið heima hjá þér og stingur í samband,“ segir Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvuteks. Hann segir að á tíu árum hafi búnaður í eftirlitsmyndavélum gjörbreyst – sérstaklega með skýbúnaði (e. cloud). Þannig sé hægt að skoða upptökur úr myndavélinni í símanum. Einnig er hægt að stilla myndavélarnar þannig að þær sendi skilaboð ef þær nema hreyfingu Hjörtur Freyr Vigfússon, Servio, öryggisþjónusta, securitas,„Það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun þessara tækja. Ég vil ekki tengja það við stóra bróður eða vænisýki heldur er þetta bara viðbót við daglega lífið. Fólk getur fylgst með þegar börnin koma heim, sumir eru með þetta í svefnherbergjum ungbarna í stað barnapíutækja og fyrir öðrum er þetta öryggisatriði. Að mínu mati er þetta neysla, ekki hræðsla,“ segir Halldór. „Þetta getur verið þægilegt þegar unglingarnar hætta að nenna að fara með í sumarbústaðinn,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, og tekur undir orð Halldórs um aukna notkun eftirlitsmyndavéla. „Það er mælanleg aukning í sölu myndeftirlits bæði inni á heimilum og í sumarbústöðum á síðustu misserum.“ Hjörtur segir slík kerfi hafa í gegnum tíðina verið mjög dýr en nú sé öldin önnur. „Þar af leiðandi er þetta orðið almennara og ósköp venjulegt fólk fær sér eftirlitsmyndavélar. Þetta er sérlega þægilegt til að fylgjast með sumarbústaðnum, hvort allt sé í lagi en líka bara til að athuga hvernig veðrið sé áður en maður leggur í hann. Maður hefur líka heyrt af foreldrum sem eru rólegri í útlöndum og geta fylgst með unga fólkinu sem er eitt heima – hvort haldin séu teiti og svo framvegis. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta um hugarró.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira