Telur sig svikinn af hollenska fjárfestinum Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Grettir segir Henri Middeldorp hafa borið við sífelldum afsökunum þegar komið hafi að því að greiða fyrir fjárfestingu sína í uppyggingu við skíðaskálann í Hveradölum, til að mynda veikindum og sjálfsvígi innan fjárfestahópsins. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
"Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels