Telur sig svikinn af hollenska fjárfestinum Ingvar Haraldsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Grettir segir Henri Middeldorp hafa borið við sífelldum afsökunum þegar komið hafi að því að greiða fyrir fjárfestingu sína í uppyggingu við skíðaskálann í Hveradölum, til að mynda veikindum og sjálfsvígi innan fjárfestahópsins. Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, sem hefur fengið úthlutað lóð undir einkarekinn spítala og hótel í Mosfellsbæ, hefur sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi á síðustu árum og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig sem séu tilbúnir að fjárfesta hér á landi. Engin þessara fjárfestingaráforma virðast þó hafa orðið að veruleika hingað til. Grettir Rúnarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sem stefnir að því að opna hótel og baðlón við skíðaskálann í Hveradölum, segir Middeldorp hafa komið að máli við sig árið 2014 og viljað taka þátt í verkefninu í samstarfi við efnaða erlenda fjárfesta. „Hann sagðist vera með sterka fjárfesta á bak við sig sem væru að koma með fjármagn til Íslands og ætluðu að kaupa stóran hlut í Skíðaskálaverkefninu. Það voru undirritaðir samningar þess efnis. Þegar átti að fara að greiða fóru að koma sögur um sjálfsvíg meðal fjárfesta hópsins og langvarandi veikindi. Alltaf komu fleiri og fleiri sögur en aldrei kom nein greiðsla. Á tímabili heimtaði hann samt að fá þetta afhent og skildi ekkert í mér hvers lags bölvaður dóni ég væri að afhenda honum ekki hlutinn, að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því hvað hann væri svo stór kall,“ segir Grettir. Að lokum hafi hann gefist upp á Middeldorp og látið rifta samningnum. Middeldorp hefur gefið út að framkvæmdirnar í Mosfellsbæ, upp á um 50 milljarða króna, verði fjármagnaðar með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi. Það sé fjármagnað með fé frá fjölda fjársterkra aðila sem Middeldorp hefur þó ekki viljað gefa upp hverjir séu. Á heimasíðu Burbanks Capital er fullyrt að félagið sé í samstarfi við Silicor Materials, sem hyggst reisa sólarkísilver við Grundartanga. Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor Materials á Íslandi, segir ekkert hæft í því, félagið hafi engin tengsl við Burbanks Capital. Middeldorp hafi fyrir um einu og hálfu ári sýnt áhuga á að fjárfesta í kísilverinu. „En svo varð ekkert úr því,“ segir Davíð. Þá var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að Middeldorp hefði komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og óskað eftir að gera samning um kaup á ríflega fjórfaldri vatnsnotkun bæjarins. Bæjaryfirvöld urðu ekki við beiðninni en Middledorp er ekki talinn hafa sýnt nein gögn, til að mynda með hvaða hætti fjármagna ætti verkefnið. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir "Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30 Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00 Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00 Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
"Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. júlí 2016 10:30
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59
Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér Stjórnarformaður félags sem hyggst reisa einkaspítala í Mosfellsbæ segir ekkert heilbrigðiskerfi hér á landi til að rústa líkt og Kári Stefánsson hélt fram að spítalinn myndi gera. 26. júlí 2016 07:00
Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Fjárfestum sem leggja fé í nýtt einkarekið sjúkrahús og hótel er lofað árlegum arðgreiðslum upp á sex prósent af fjárfestingu sinni. 22. júlí 2016 07:00
Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. 26. júlí 2016 19:02