Enski boltinn

Wenger horfir til varnarmanns Valencia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mustafi lék tvo leiki á EM í Frakklandi.
Mustafi lék tvo leiki á EM í Frakklandi. vísir/getty
Arsenal er í viðræðum við Valencia um kaup á þýska varnarmanninum Shkodran Mustafi samkvæmt heimildum Sky Germany.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er í miðvarðaleit en fyrirliði liðsins, Per Mertesacker, verður líklega frá keppni í nokkra mánuði vegna meiðsla.

Mustafi, sem hefur leikið með Valencia frá árinu 2014, spilaði og skoraði gegn Úkraínu í fyrsta leik Þjóðverja á EM í Frakklandi en kom aðeins við sögu í einum leik eftir það.

Mustafi hefur alls leikið 12 landsleiki og var í þýska liðinu sem varð heimsmeistari í Brasilíu fyrir tveimur árum.

Riftunarverð Mustafi er 42,1 milljón punda en talið er að Arsenal geti fengið hann fyrir tæplega 34 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×