Enski boltinn

Celtic hefur áhuga á Giggs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. vísir/getty
Celtic er í þjálfaraleit þar sem Ronny Deila er að hætta og virðast margir vera um hituna.

Gamli þjálfari liðsins, Neil Lennon, segist vera til í að snúa aftur og svo hafa Roy Keane og David Moyes einnig verið orðaðir við starfið.

Nú er nýtt nafn komið í umræðuna en það er Ryan Giggs, aðstoðarstjóri Man. Utd. Hann hefur setið við hlið Louis van Gaal á Old Trafford en Van Gaal er líklega á förum.

Giggs ætlar sér feril í þjálfun og er sagður hafa áhuga á starfinu. Hann er þó ekki viss um að fara til Skotlands sé rétta skrefið fyrir sig.

Þess utan veit Giggs ekki hvort hann eigi framtíð á Old Trafford og meðan hann bíður svara þaðan gæti starfið hjá Celtic endað hjá einhverjum öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×