Vök og Seven Lions saman í eina sæng Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2016 10:00 Seven Lions fann hljómsveitina í gegnum plötufyrirtæki sitt en hljómsveitin Vök hefur verið starfandi frá árinu 2013 og á rætur að rekja til Músíktilrauna líkt og svo margar íslenskar hljómsveitir. Vísir/Rogier Boogaard Í síðustu viku kom út myndband við lagið Creation með Seven Lions ásamt íslensku hljómsveitinni Vök. Seven Lions er amerískur raftónlistarmaður og plötusnúður sem hefur spilað á mörgum helstu raftónlistarhátíðum Bandaríkjanna auk þess að hafa unnið með og endurhljóðblandað lög með nokkrum fjölda þekktra tónlistarmanna, eins og Florence and the Machine og Röyksopp. Vök er eitt heitasta bandið á landinu um þessar mundir og hefur verið að spila hér og þar um heiminn. „Hann finnur okkur í gegnum plötufyrirtækið sitt og biður okkur um að senda sér demó af þessu lagi. Við sömdum demó og sendum honum og hann valdi það úr nokkrum. Hann fílaði okkar best,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vakar, spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til. Myndbandið við lagið var framleitt af Tjarnargötunni og leikstýrt af Adda Atlondres og Frey Árnasyni. Díana Rut Kristinsdóttir leikur síðan í því.En hvað er svo fram undan hjá Vök? „Við erum að vinna að nýrri plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári, bara í janúar. Við erum að fara tvisvar til útlanda í sumar. Við vorum á mánaðar ferðalagi í febrúar og mars, fórum til tíu eða ellefu landa í Evrópu og það var rosa gaman.“ Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í síðustu viku kom út myndband við lagið Creation með Seven Lions ásamt íslensku hljómsveitinni Vök. Seven Lions er amerískur raftónlistarmaður og plötusnúður sem hefur spilað á mörgum helstu raftónlistarhátíðum Bandaríkjanna auk þess að hafa unnið með og endurhljóðblandað lög með nokkrum fjölda þekktra tónlistarmanna, eins og Florence and the Machine og Röyksopp. Vök er eitt heitasta bandið á landinu um þessar mundir og hefur verið að spila hér og þar um heiminn. „Hann finnur okkur í gegnum plötufyrirtækið sitt og biður okkur um að senda sér demó af þessu lagi. Við sömdum demó og sendum honum og hann valdi það úr nokkrum. Hann fílaði okkar best,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vakar, spurð að því hvernig þetta samstarf hafi komið til. Myndbandið við lagið var framleitt af Tjarnargötunni og leikstýrt af Adda Atlondres og Frey Árnasyni. Díana Rut Kristinsdóttir leikur síðan í því.En hvað er svo fram undan hjá Vök? „Við erum að vinna að nýrri plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári, bara í janúar. Við erum að fara tvisvar til útlanda í sumar. Við vorum á mánaðar ferðalagi í febrúar og mars, fórum til tíu eða ellefu landa í Evrópu og það var rosa gaman.“
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira