Stelpufansinn hafði ekkert að gera með mig Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. mars 2016 09:00 Björn Már Ólafsson skíðakappi rétt eftir að hann kom í mark eftir Vasaloppet sem fram fór í Svíþjóð. „Á þremur stöðvum í röð les kynnirinn upp nafnið mitt og þjóðerni í hátalarakerfinu eins og þeir gera venjulega þegar keppendur fara fram hjá drykkjar- og matarstöð sem er á tíu kílómetrafresti alla leiðina. Í hvert skipti sögðu þessir þrír kynnar að nú myndu stelpurnar tryllast í skíðabrautinni og aðdáendur þyrftu að hafa hraðar hendur. Ég skildi ekkert í þessu fyrst en fór eðlilega pínu hjá mér,“ segir Björn Már Ólafsson skíðakappi sem tók þátt í Vasaloppet, 90 kílómetra skíðagöngu sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. En á tíu kílómetra fresti eru drykkjar- og matarstöðvar þar sem er mikil stemning og áhorfendur standa við skíðabrautina til að hvetja fólk áfram, ásamt því sem tónlist er spiluð og kynnir heldur uppi góðri stemningu. „Þegar þetta gerðist í fjórða skiptið stoppaði ég aðeins þegar mitt nafn var lesið upp og þá heyrði ég að þessar stelpur höfðu ekkert með mig að gera heldur hafði Eurovision sigurvegarinn, Måns Zelmerlöw, verið rétt á eftir mér mest allan tímann,“ segir Björn léttur í bragðiMåns Zelmerlöw, sænska Eurovision stjarnan, tók þátt í Vasahlaupinu og hlaut mikla athygli áhorfenda. Nordicphotos/gettyVasagangan, er fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu milli bæjanna Sälen og Mora. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta því vera í 93. skiptið sem hún er haldin. „Ég mæli algjörlega með þessu sporti. Þetta var í þriðja skipti sem ég tók þátt í göngunni og alltaf jafn gaman, mamma tók þátt í fyrsta skipti núna og stóð hún sig frábærlega. Í ár var ég í átta klukkustundir og fjórar mínútur með gönguna en það er ekki minn besti tími, aðstæður voru frekar erfiðar en það var samt frekar ánægjulegt að vinna Måns þar sem ég hélt ekki með honum í Eurovision, ég hélt með Ítölum svo ég var frekar ánægður með að vinna hann,“ segir Björn, sem því miður hitti ekki kappann þar sem hann varð á undan honum í mark. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Á þremur stöðvum í röð les kynnirinn upp nafnið mitt og þjóðerni í hátalarakerfinu eins og þeir gera venjulega þegar keppendur fara fram hjá drykkjar- og matarstöð sem er á tíu kílómetrafresti alla leiðina. Í hvert skipti sögðu þessir þrír kynnar að nú myndu stelpurnar tryllast í skíðabrautinni og aðdáendur þyrftu að hafa hraðar hendur. Ég skildi ekkert í þessu fyrst en fór eðlilega pínu hjá mér,“ segir Björn Már Ólafsson skíðakappi sem tók þátt í Vasaloppet, 90 kílómetra skíðagöngu sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag. En á tíu kílómetra fresti eru drykkjar- og matarstöðvar þar sem er mikil stemning og áhorfendur standa við skíðabrautina til að hvetja fólk áfram, ásamt því sem tónlist er spiluð og kynnir heldur uppi góðri stemningu. „Þegar þetta gerðist í fjórða skiptið stoppaði ég aðeins þegar mitt nafn var lesið upp og þá heyrði ég að þessar stelpur höfðu ekkert með mig að gera heldur hafði Eurovision sigurvegarinn, Måns Zelmerlöw, verið rétt á eftir mér mest allan tímann,“ segir Björn léttur í bragðiMåns Zelmerlöw, sænska Eurovision stjarnan, tók þátt í Vasahlaupinu og hlaut mikla athygli áhorfenda. Nordicphotos/gettyVasagangan, er fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu milli bæjanna Sälen og Mora. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta því vera í 93. skiptið sem hún er haldin. „Ég mæli algjörlega með þessu sporti. Þetta var í þriðja skipti sem ég tók þátt í göngunni og alltaf jafn gaman, mamma tók þátt í fyrsta skipti núna og stóð hún sig frábærlega. Í ár var ég í átta klukkustundir og fjórar mínútur með gönguna en það er ekki minn besti tími, aðstæður voru frekar erfiðar en það var samt frekar ánægjulegt að vinna Måns þar sem ég hélt ekki með honum í Eurovision, ég hélt með Ítölum svo ég var frekar ánægður með að vinna hann,“ segir Björn, sem því miður hitti ekki kappann þar sem hann varð á undan honum í mark.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira