106 ára og miðpunktur umfjöllunar stærsta karlatímarits Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 21:12 Georg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall. Jóhannes Kjartansson Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans. Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans.
Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00