106 ára og miðpunktur umfjöllunar stærsta karlatímarits Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 21:12 Georg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall. Jóhannes Kjartansson Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans. Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans.
Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00