106 ára og miðpunktur umfjöllunar stærsta karlatímarits Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 21:12 Georg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall. Jóhannes Kjartansson Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans. Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Hinn 106 ára gamli Georg Breiðfjörð Ólafsson er miðpunkturinn í leit bandaríska blaðamannsins Jim Thornton að svarinu við því af hverju íslenskir karlmenn lifa lengur en kynbræður sínur í nýjasta tölublaði stærsta karlablaði Bandaríkjanna, Men's Health. Georg er elsti núlifandi Íslendingurinn, búsettur á Stykkishólmi og fékk fyrr í vetur heimsókn frá bandaríska blaðamanninum Thornton. Ljóst er að Thornton hefur mikið þótt til langlífi Georgs koma.Sjá einnig: Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég hef lifað svona lengi,“ sagði Georg við Thornton en flestar spurningar blaðamannsins til Georgs snerust um svipað stef, hvað ylli því að Georg hefði náð svo háum aldri.Svo handsterkur að hann braut nærri hönd blaðamannsins Mens' Health er mest selda karlatímaritið í Bandaríkjunum, gefið út í um tveimur milljónum eintaka. Í umfjöllun sinni fléttar Thornton svör Georgs við spurningum sínum í kringum viðtöl við sérfræðinga á borð við Kára Stefánsson og Ármann Jakobsson. „Foreldrar mínir sögðu mér að þau hefðu oft liðið sult á sínum yngri árum en við bræðurnir lifðum ágæti lífi þegar við vorum litlir,“ útskýrir Georg eftir að hafa útskýrt uppistöðuna í fæðinu fyrstu áratugi lífs síns: Fiskur, lambakjöt og mjólkurvörur.Forsíða nýjasta eintaks Men's Health. Georg er til ummfjöllunar í þessu eintaki.Georg ólst upp á sveit í Dalasýslu og starfaði sem skipasmiður og veltir Thornton upp þeirri spurningu hvort að þessi blanda af mataræði, erfiðisvinnu og hugarfari sé lykillinn að langlífi en Georg segir að hann hafi lært jákvæði af þeim í kringum sig. „Allir í kringum mig hafa alltaf verið jákvæðir, þannig að ég smitaðist af því,“ en líkt og blaðamaður Men's Health kemur inn á hefur Georg þurft á þessari jákvæðni að halda enda búinn að lifa lengur en eiginkona sín og allir vinir. „Auðvitað er það ekki gaman að flestir sem ég hef þekkt séu dánir,“ sagði Georg. „En svona er lífið og mitt mottó er bara það að taka því sem lífið færir mér.“ Ljóst er að Thornton þykir mikið til koma til Georgs og segir hann ekki líta út fyrir að vera deginum eldri en 90 ára. Þegar var kominn tími til að segja bless tók Georg svo fast í höndina á honum að hún brotnaði næstum því, svo kraftmikið var handtakið hans.
Tengdar fréttir Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson tók myndir fyrir Men's Health þegar blaðamaður blaðsins kom til landsins og kannaði langlífi íslenskra karlmanna. 10. janúar 2016 20:00