Myndaði fyrir stærsta karlatímarit Bandaríkjanna: „Algjört draumaverkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 20:00 Forsíða nýjasta eintaks Men's Health en þar má finna ljósmyndaþátt Jóhannesar. „Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Þetta var algjört draumaverkefni,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem nýverið var fenginn til þess að sjá um ljósmyndaþátt í umfjöllun um heilbrigði íslenskra karlmanna í nýjasta eintaki mest selda karlatímarits Bandaríkjanna. Tímaritið heitir Men's Health og er gefið út mánaðarlega í tæplega tveimur milljónum eintaka. Blaðið hóf göngu sína sem líkamsræktarblað en hefur fært sig yfir í alhliða umfjöllun um heilsu, mataræði og lífstíl fyrir hinn nútíma karlmann. Blaðamaður blaðsins kom hingað til lands til þess að fjalla um ástæður þess íslenskir karlmenn lifa að meðaltali fimm árum lengur en bandarískir kynbræður sínir. „Þetta var nokkuð ítarleg rannsókn á heilbrigði íslenskra karlmanna,“ segir Jóhannes. „Blaðamaðurinn kom hingað og ræddi m.a. við Kára Stefánsson, sagnfræðinginn Ármann Jakobsson og Óttar Guðmundsson lækni. Mitt hlutverk var svo að sjá um ljósmyndirnar.“Jóhannes á góðri stundu við tökur ljósmyndaþáttarins.Ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes myndar fyrir bandarísk tímarit Jóhannes er búsettur í Osló og stundar þar nám í ljósmyndun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur séð um ljósmyndaþætti hjá stórum bandarískum miðlum en hann hefur m.a. tekið myndir fyrir Bloomberg Business Week. Hann segir þó að þetta hafi verið stærsta verkefnið hingað til. „Ég sá um myndahliðina og allt sem tengdist því. Ég þurfti að finna módel og tökustaði. Ég fékk einn crossfit-gæja með mér og einn útivistargarp og var með þeim í samtals fjóra daga. Þetta er stærra en ég hef venjulega verið að gera,“ segir Jóhannes. Alls var hann staddur hér á viku á Íslandi og myndaði hann meðal annars Georg Breiðfjörð Ólafssson, elsta núlifandi Íslendinginn sem er 106 ára gamall. Eins og áður sagði er tímaritið Men's Health eitt það útbreiddasta í Bandaríkjunum og því ætti þetta tækifæri að vera góður stökkpallur fyrir Jóhannes. „Það skemmir allavega ekki að hafa þetta í portfólíunni,“ segir Jóhannes sem virðist vera búinn að finna draumastarfið. „Draumurinn væri að geta unnið við þetta alltaf.“ Sjá má myndirnar sem Jóhannes tók fyrir Men's Health hér fyrir neðan en hafi lesendur áhuga á að komast að því af hverju íslenskir karlmenn eru svona heilbrigðir ætti að vera hægt að nálgast nýjasta eintak Men's Health hjá öllum betri bóksölum.Jóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonJóhannes KjartanssonGeorg Breiðfjörð Ólafsson, elsti núlifandi Íslendingurinn, 106 ára gamall.Jóhannes KjartanssonJóhannes Kjartansson
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein