Ég reyni að synda á móti straumnum og ala sjálfa mig upp Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 10:45 “Meðan á sýningunni stendur verð ég á staðnum, held mig í lítilli kompu og vinn listaverk úr notuðu plasti með ýmsum hætti,” segir Jonna. Myndlistarkonan Jónborg Sigurðardóttir – Jonna opnar sýninguna Völundarhús plastsins í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn klukkan 15. Þar er um innsetningu að ræða, ætlaða til að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar. „Það er alltof mikið af plasti úti um allt og í öllu. Fólk notar plastpoka hugsunarlaust og hendir þeim svo kannski í ruslið eftir 20 mínútna notkun,“ segir listakonan. Hún kveðst reyna að synda á móti straumnum og ala sjálfa sig upp í umhverfisvitund. „Ég hef verið að lesa mikið um plastmengun og hún er rosaleg. En ég er lítið peð sem get lagað mína neyslu og ég vil vekja áhuga á því sama hjá öðrum,“ segir hún og lýsir vinnuaðferðum sínum á sýningunni. „Ég hef verið að klippa niður plast og prjóna úr því og bý líka til völundarhús úr plasti sem hægt er að labba inni í. Svo yrki ég örljóð á plastbrúsa. Meðan á sýningunni stendur verð ég á staðnum, held mig í lítilli kompu og vinn listaverk úr notuðu plasti með ýmsum hætti. Til dæmis ætla ég að búa til skrímsli úr plastinu.“ Jonna útskrifaðist fyrir 20 árum úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri og sinnti listinni lengi vel með vinnu og barnauppeldi en síðustu þrjú árin kveðst hún hafa verið mjög virk. Völundarhús plastsins er tveggja vikna sýning. „Það er sama hvort sýningin stæði í þrjá daga, tvær vikur eða einhverja mánuði, ég legði jafn mikla vinnu í hana, því þetta er það sem ég vil láta frá mér,“ segir Jonna. „Skilaboðin mín eru að hætta að nota plastpoka.“ Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarkonan Jónborg Sigurðardóttir – Jonna opnar sýninguna Völundarhús plastsins í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn klukkan 15. Þar er um innsetningu að ræða, ætlaða til að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar. „Það er alltof mikið af plasti úti um allt og í öllu. Fólk notar plastpoka hugsunarlaust og hendir þeim svo kannski í ruslið eftir 20 mínútna notkun,“ segir listakonan. Hún kveðst reyna að synda á móti straumnum og ala sjálfa sig upp í umhverfisvitund. „Ég hef verið að lesa mikið um plastmengun og hún er rosaleg. En ég er lítið peð sem get lagað mína neyslu og ég vil vekja áhuga á því sama hjá öðrum,“ segir hún og lýsir vinnuaðferðum sínum á sýningunni. „Ég hef verið að klippa niður plast og prjóna úr því og bý líka til völundarhús úr plasti sem hægt er að labba inni í. Svo yrki ég örljóð á plastbrúsa. Meðan á sýningunni stendur verð ég á staðnum, held mig í lítilli kompu og vinn listaverk úr notuðu plasti með ýmsum hætti. Til dæmis ætla ég að búa til skrímsli úr plastinu.“ Jonna útskrifaðist fyrir 20 árum úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri og sinnti listinni lengi vel með vinnu og barnauppeldi en síðustu þrjú árin kveðst hún hafa verið mjög virk. Völundarhús plastsins er tveggja vikna sýning. „Það er sama hvort sýningin stæði í þrjá daga, tvær vikur eða einhverja mánuði, ég legði jafn mikla vinnu í hana, því þetta er það sem ég vil láta frá mér,“ segir Jonna. „Skilaboðin mín eru að hætta að nota plastpoka.“
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira