Kona sýknuð af ákæru um gáleysi eftir að hafa ekið á barn í Kópavogi Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 13:16 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Hari Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað 27 ára gamla konu af ákæru um að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi eftir að hafa ekið á dreng á níunda ári fyrir utan verslun Krónunnar í Vallakór í Kópavogi í maí í fyrra. Atvikið var með þeim hætti samkvæmt ákæru að kona hugðist stöðva bifreiðina á bifreiðastæði framan við gangstétt en án aðgæslu stigið á bensíngjöf bifreiðarinnar í stað bremsunnar með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á drengnum þannig að hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og húsveggjar. Hlaut drengurinn brot á mjaðmagrind, lærleggsbol, neðri enda lærleggs og efri hluta sköflungs, kramningaráverka á læri, mörg sár á læri, hné og fótlegg og maráverka á læri. Var konan í æfingaakstri þegar þetta gerðist. Bæði hún og leiðbeinandi hennar báru fyrir dómi að konan hafi ekið bifreiðinni löturhægt eftir bílastæðinu. Drengurinn hafi svo komið hlaupandi á gangstéttinni og leiðbeinandinn hrópað: „Stopp, stopp, stopp.“ Sögðu bæði konan og leiðbeinandinn að henni hefði brugðið svo mikið og því stigið á bensíngjöf í stað hemils. Konan var sýknuð af öllum ákæruliðum, þar með talið að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi og fyrir brot á umferðarlögum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness kom fram að reynsluleysi konunnar sem ökumanns yrði ekki metið sem gáleysi. Þá þótti dómnum ekki séð að konan hafi brotið umferðarlög eða settar reglur um æfingaakstur með akstri umrætt sinn og ekki annað leitt í ljós en að hún og leiðbeinandi hennar hafi farið eftir þeim ráðum sem í ökunámsbók getur. Tengdar fréttir Ekið á barn í Kópavogi Klemmdist á milli bíls og húsveggjar. 9. maí 2015 20:30 Barnið sem ekið var á í öndunarvél Undirgekkst aðgerð í gærkvöldi. 10. maí 2015 10:50 Drengurinn sem ekið var á er vaknaður Níu ára gamall drengur sem ekið var á á bílastæði Krónunnar í Kópavogi um helgina er nú á batavegi. 11. maí 2015 22:11 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað 27 ára gamla konu af ákæru um að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi eftir að hafa ekið á dreng á níunda ári fyrir utan verslun Krónunnar í Vallakór í Kópavogi í maí í fyrra. Atvikið var með þeim hætti samkvæmt ákæru að kona hugðist stöðva bifreiðina á bifreiðastæði framan við gangstétt en án aðgæslu stigið á bensíngjöf bifreiðarinnar í stað bremsunnar með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á drengnum þannig að hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og húsveggjar. Hlaut drengurinn brot á mjaðmagrind, lærleggsbol, neðri enda lærleggs og efri hluta sköflungs, kramningaráverka á læri, mörg sár á læri, hné og fótlegg og maráverka á læri. Var konan í æfingaakstri þegar þetta gerðist. Bæði hún og leiðbeinandi hennar báru fyrir dómi að konan hafi ekið bifreiðinni löturhægt eftir bílastæðinu. Drengurinn hafi svo komið hlaupandi á gangstéttinni og leiðbeinandinn hrópað: „Stopp, stopp, stopp.“ Sögðu bæði konan og leiðbeinandinn að henni hefði brugðið svo mikið og því stigið á bensíngjöf í stað hemils. Konan var sýknuð af öllum ákæruliðum, þar með talið að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi og fyrir brot á umferðarlögum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness kom fram að reynsluleysi konunnar sem ökumanns yrði ekki metið sem gáleysi. Þá þótti dómnum ekki séð að konan hafi brotið umferðarlög eða settar reglur um æfingaakstur með akstri umrætt sinn og ekki annað leitt í ljós en að hún og leiðbeinandi hennar hafi farið eftir þeim ráðum sem í ökunámsbók getur.
Tengdar fréttir Ekið á barn í Kópavogi Klemmdist á milli bíls og húsveggjar. 9. maí 2015 20:30 Barnið sem ekið var á í öndunarvél Undirgekkst aðgerð í gærkvöldi. 10. maí 2015 10:50 Drengurinn sem ekið var á er vaknaður Níu ára gamall drengur sem ekið var á á bílastæði Krónunnar í Kópavogi um helgina er nú á batavegi. 11. maí 2015 22:11 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Drengurinn sem ekið var á er vaknaður Níu ára gamall drengur sem ekið var á á bílastæði Krónunnar í Kópavogi um helgina er nú á batavegi. 11. maí 2015 22:11