Innlent

Barnið sem ekið var á í öndunarvél

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Barnið undirgekkst aðgerð í gærkvöldi.
Barnið undirgekkst aðgerð í gærkvöldi. Vísir/Heiða
Barninu sem ekið var á í Kópavogi í gær er haldið sofandi í öndunarvél. Það var flutt alvarlega slasað á Landspítalann eftir að bíl var ekið á það með þeim afleiðingum að það festist á milli bílsins og veggjar verslunarhúsnæðis Krónunnar í Kórahverfi.

Mbl.is hefur eftir lækni á Landspítalanum að barninu sé haldið sofandi í öndunarvél eftir að hafa undirgengist skurðaðgerð í gærkvöldi. Slysið átti sér stað á áttunda tímanum í gærkvöldi en lögreglan hefur málið til rannsóknar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×