Innlent

Drengurinn sem ekið var á er vaknaður

Bjarki Ármannsson skrifar
Drengurinn var fluttur á spítala eftir umferðarslys þar sem hann festist milli bíls og veggjar.
Drengurinn var fluttur á spítala eftir umferðarslys þar sem hann festist milli bíls og veggjar. Vísir/GVA
Níu ára gamall drengur sem ekið var á á bílastæði Krónunnar í Kórahverfi í Kópavogi um helgina er nú vaknaður eftir að honum var haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir vakthafandi læknir á gjörgæslu en Pressan greindi fyrst frá því að drengurinn væri vaknaður.

Drengurinn var fluttur á spítala eftir umferðarslys þar sem hann festist milli bíls og veggjar. Að sögn læknis vaknaði drengurinn fyrr í dag og er líðan hans að batna. Ekki er víst hvort honum verði haldið á gjörgæslu mikið lengur eða hvort hann verði fluttur á barnadeild.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×